Eftir að uppsetningu forritsins, tæknilegri uppsetningu og stofnun fyrirtækis er lokið þarf að tilgreina reglur og sjálfgefin gildi fyrir það hvernig stjórna á fjárhagsferlum fyrir fyrirtækið. Hægt er að setja upp mörg fyrirtæki í sama gagnagrunni, til dæmis móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki. Ljúka þarf uppsetningarverkhlutunum sem lýst er í þessu efnisatriði fyrir hvert fyrirtæki.

Fyrsta skrefið er að setja upp kjarna bókhaldsskráningar fyrirtækisins - bókhaldslykilinn. Síðan eru settir upp bókunarflokkar, sem gera ferli úthlutunar sjálfgefinna almennra bókunarreikninga til viðskiptamanna, lánardrottna og vara skilvirkara.

Hægt er að nota víddir til að bæta mismunandi gerðum upplýsinga við öll viðskipti. Hægt er að setja upp grunnvíddir fyrirtækisins, svo sem Verkefni og Deildir. Síðar er hægt að bæta við fleiri víddum eftir þörfum, og setja upp tímabundnar víddir sem nota á í takmarkaðan tíma, til dæmis í tengslum við söluherferð.

Ljúka þarf mörgum af uppsetningarverkhlutunum áður en hægt er að hefja skráningu fjárhagslegra samskipta, en hægt er að breyta flestum stillingum síðar. Sumir uppsetningarverkhlutarnir eru valfrjálsir, til dæmis eru Bókun m. fyrirtækja og Samstæður aðeins sett upp ef unnið er með mörg fyrirtæki. Suma uppsetningarverkhluta, svo sem tilgreiningu tímabilsins þar sem bókanir eru leyfðar, þarf að endurtaka af og til.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Færa inn grunnupplýsingar svo sem aðsetur fyrirtækisins og aðrar tengiliðaupplýsingar, VSK-númer og bankaupplýsingar.

Hvernig á að færa inn Stofngögn

Tilgreina bókunartímabil, til að koma í veg fyrir að notendur bóki utan gildandi tímabils.

Hvernig á að tilgreina Bókunartímabil

Setja upp nýjan bókhaldslykil eða bæta nýjum reikningum við þann sem fyrir er.

Uppsetning bókhaldslykilsins

Nota bókunarflokka til að tilgreina fjárhagsreikningana sem mismunandi gerðir viðskipta bóka í.

Uppsetning bókunarflokka

Nota upprunakóta sem verða sjálfkrafa úthlutaðir viðskiptum, og ástæðukóta sem hægt er að úthluta handvirkt, svo hægt sé að rekja viðskipti til uppruna síns.

Setja upp Slóðarkóta.

Setja upp færslubækur, þar á meðal að setja upp margfaldar bókarkeyrslur og sjálfgefna mótreikninga, og úthluta ástæðukótum.

Uppsetning færslubókar

Setja upp víddir, víddargildi, flýtivíddir, altækar víddir, sjálfgefnar víddir og víddasamsetningar.

Uppsetning vídda á Merkingu færslna

Opna reikningsárið og skilgreina fjárhagstímabil þess.

Hvernig á að opna Nýtt reikningsár

Fylgjast með öllum bankareikningum, í hvaða gjaldmiðli sem er.

Bankareikningar settir upp

Skrá viðskipti í fleiri en einum gjaldmiðli eða stofna fjárhagsskýrslur í öðrum gjaldmiðli.

Uppsetning gjaldmiðla

Leyfa jöfnun færslna í ólíkum gjaldmiðlum hver við aðra.

Uppsetning reglna fyrir gjaldmiðlaaðgerðir

Setja upp greiðsluskilmála, greiðsluafslætti af sölu, greiðsluaðferðir, áminningar, vaxtareikninga og greiðsluvikmörk.

Uppsetning útistandandi og Til greiðslu

Vinna við birgðatímabil, kostnaðaraðferðir og sléttunaraðferðir.

Uppsetning birgðaverðmæta og kostnaðar

Reikningsfæra og innheimta inneignir hjá viðskiptamönnum eða greiða lánardrottnum.

Uppsetning fyrirframgreiðslu

Gefa hagstofu mánaðarlega skýrslu um hreyfingu vöru og afhenda skýrsluna skattyfirvöldum.

Uppsetning Intrastat

Reikna VSK eftir staðsetningu viðskiptamanns eða lánardrottins og gerð vörunnar.

Uppsetning VSK

Færa viðskipti rafrænt frá einum fyrirtækisfélaga til annars.

Uppsetning milli fyrirtækja

Sameina fjárhagsfærslur tveggja eða fleiri fyrirtækja í samstæðufyrirtæki.

Uppsetning samstæða

Setja upp heiti áætlunar og færa inn áætlunartölurnar.

Hvernig á að setja upp nýja áætlun

Sjá einnig