Víddir eru gögn sem bætt er við færslur til flokka þær til greiningar. Til dæmis getur vídd sýnt frá hvaða verkefni eða deild færsla er runnin. Þá er hægt að nota víddir í stað þess að setja upp sérstaka fjárhagsreikninga fyrir hverja deild og verkefni. Þannig er hægt að koma upp öflugum greiningarupplýsingum í gögnunum án þess að þurfa að nota flókinn bókhaldslykil. Hægt er að skilgreina ótakmarkaðan fjölda vídda með ótakmörkuðum fjölda víddargilda.
Allar víddir sem á að rekja eru settar upp í glugganum Víddir. Í glugganum er ein lína fyrir hverja vídd, svo sem Verkefni, Deild, Svæði og Sölumaður.
Fyrir hverja vídd þarf að setja upp víddargildi, t.d. allar deildirnar í fyrirtækinu. Hægt er að setja víddir upp í stigveldisröð, svipað og bókhaldslykilinn, svo að hægt verði að stigskipta gögnunum og taka saman milliniðurstöður.
Hægt er að skilgreina tvær altækar víddir sem verða sjálfkrafa tiltækar alls staðar, t.d. á skýrslum og í keyrslum. Einnig er hægt að tilgreina sex flýtivíddir til viðbótar sem verða tiltækar sem reitir í færslubókar- og fylgiskjalslínum. Aðrar víddir er hægt að nota með því að fara í sérstakan glugga sem birtir víddir þeirrar línu.
Hægt er að gera víddir áskildar og skilgreina sjálfgefnar víddir fyrir:
-
Einstakan reikning
-
Tiltekinn flokk reikninga af vissri tegund
-
Reikningstegund í heild, til dæmis alla viðskiptamenn
Ef notaðar eru sjálfgefnar víddir geta orðið árekstrar ef tveir reikningar í einni línu hafa mismunandi gildi fyrir sömu vídd. Hægt er að skilgreina hvor hafi meiri forgang. Einnig er hægt að útiloka samsetningar vídda eða víddargilda.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Fræðast um víddir og til hvers má nota þær. | |
Setja upp vídd og gildi hennar. | |
Velja tvær víddir sem verða alls staðar tiltækar og hægt er að nota sem afmarkanir fyrir fjárhagsfærslur og einnig á öllum skýrslum, fjárhagsskemum og keyrslum. | |
Velja allt að sex víddir, auk hinna altæku, sem hægt verður að komast beint í úr færslubókar- eða fylgiskjalslínum. | |
Setja upp sjálfgefin víddargildi fyrir einn reikning, t.d. fyrir viðskiptamenn. | Hvernig á að setja upp sjálfgefnar víddir fyrir einn reikning |
Setja upp sjálfgefin víddargildi fyrir flokk reikninga sem þú skilgreinir. | |
Setja upp sjálfgefin víddargildi eða gera vídd áskilda fyrir reikningstegund, t.d. viðskiptamanna- eða sölumannareikninga. | Hvernig á að setja upp sjálfgefnar eða áskildar víddir fyrir tegundir reikninga |
Skilgreina hvernig eigi að fara með árekstra milli tveggja sjálfgefinna víddargilda, t.d. frá mismunandi upprunastað í færslubókar- eða fylgiskjalslínu. | |
Útiloka eða takmarka tilteknar samsetningar tveggja vídda. | |
Birta altæku víddirnar í fjárhagsfærsluglugga, afmarka fjárhagsfærslur eftir vídd eða skoða allar víddir á einstakri færslu. |