Ef setja á upp nýjan bókhaldslykil eða bæta nýjum reikningum við eldri bókhaldslykil þarf að setja hvern reikning upp sérstaklega. Þú getur sett upp fjárhagsreikninga í glugganum Bókhaldslykill eða á fjárhagsreikningaspjaldinu. Þegar settur er upp nýr bókhaldslykill er auðveldara að nota gluggann Bókhaldslykill. Fjárhagsreikningaspjöldin henta betur til að bæta við eða breyta upplýsingum á einum reikningi.

Sníða má bókhaldslykilinn, eftir að reikningarnir hafa verið settir upp, með því að smella á Aðgerðir, Aðgerðir, Þrepa bókhaldslykil. Hægt er að setja síðuskil í bókhaldslykilinn svo að skilin birtist á eðlilegum stað (til dæmis á eftir reikningum sem fara á rekstrarreikning) þegar bókhaldslykillinn er prentaður.

Ef eyða á fjárhagsreikningi síðar þarf fyrst að tryggja að hann uppfylli tiltekin skilyrði. Til dæmis má reikningurinn ekki vera í neinni töflu sjálfvirks bókunargrunns.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp fjárhagsreikninga í bókhaldslykilsglugganum til að geta haft yfirlit yfir bókhaldslykilinn.

Hvernig á að setja upp Fjárhagsreikningar í bókhaldslykilsglugganum

Færa inn texta sem er lýsandi fyrir fjárhagsreikninginn, til viðbótar því sem er hægt að hafa í reitnum Heiti.

Hvernig á að nota Fleiri en eina línu fyrir heiti fjárhagsreikninga

Ákveða hvaða reikningar verða með þegar færslubók er stemmd af áður en hún er bókuð.

Hvernig á að merkja fjárhagsreikninga fyrir afstemmingu

Setja inn síðuskil á eftir reikningi þegar bókhaldslykillinn er prentaður.

Hvernig á að setja inn Síðuskil í bókhaldslykilinn

Fræðast um afleiðingar þess að eyða fjárhagsreikningi.

Eyðing fjárhagsreikninga

Kanna hvort fjárhagsreikningur er notaður við sjálfvirka bókun áður en reikningnum er eytt.

Hvernig á að skoða hvar fjárhagsreikningar eru notaðir

Sjá einnig