Hægt er að nota bókanir milli fyrirtækja til að færa viðskipti rafrænt frá einum fyrirtækisfélaga til annars. Þetta sparar tíma við innslátt gagna og fækkar villum.

Bókunarlykill milli fyrirtækja og Víddir milli fyrirtækja

Til að senda viðskipti (til dæmis sölubókarlínu) frá einu fyrirtæki og láta stofna samsvarandi viðskipti (til dæmis innkaupabókarlínu) í fyrirtækisfélaganum þurfa fyrirtækin að koma sér saman um sameiginlegan bókhaldslykil og víddir sem nota á í viðskiptum milli fyrirtækjanna. Bókhaldslykillinn milli fyrirtækja gæti til dæmis verið einfölduð útgáfa af bókhaldslykli móðurfyrirtækisins. Hvert fyrirtæki varpar heildarbókhaldslykli sínum á sameiginlega bókhaldslykilinn milli fyrirtækja, og hvert fyrirtæki varpar víddum sínum á víddirnar milli fyrirtækja.

MF-félagakótar

Einnig þarf að setja upp MF-félagakóta fyrir hvern fyrirtækisfélaga. Öll fyrirtækin þurfa að samþykkja félagakótana.

Ef fyrirtækisfélagar hafa verið sett upp sem viðskiptamenn eða lánardrottnar skal fylla út í reitinn MF-félagakóti á viðeigandi viðskiptamanna- og lánardrottnaspjöldum.

Vörur og forði

Ef stofna á eða taka á móti milli-fyrirtækjalínum með vörum er annað hvort hægt að nota eigin vörunúmer eða setja upp vörunúmer félagans fyrir hverja einstaka vöru, annað hvort í reitnum Vörunr. lánardr. eða reitnum Algeng vara nr. á birgðaspjaldinu eða með því að nota gluggann Millivísanafærslur sem tengist birgðaspjaldinu.

Ef gerðar verða sölufærslur milli fyrirtækja sem innihalda forða þarf að fylla út reitinn Nr. innk.reikn. MF-félaga á forðaspjaldi fyrir hvern viðkomandi forða. Þetta er númer fjárhagsreikningsins milli fyrirtækja sem magnið fyrir þennan forða verður bókað í fyrirtækisfélaganum.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Fylla út í reiti tengda aðgerðum milli fyrirtækja í glugganum Stofngögn.

Sjá skref 1 í: Setja upp bókun milli fyrirtækja

Stofna félagaspjöld millifyrirtækjaviðskipta.

Sjá skref 2 í: Setja upp bókun milli fyrirtækja

Tengja félaga í millifyrirtækjaviðskiptum við viðskiptamanna- eða lánardrottnaspjöld.

Sjá skref 3 í: Setja upp bókun milli fyrirtækja

Fá upplýsingar um hvernig setja á upp bókhaldslykil milli fyrirtækja.

Bókhaldslykill milli fyrirtækja er settur upp.

Skilgreina bókhaldslykil milli fyrirtækja sem samstarfsfyrirtæki nota til að búa til færslur milli fyrirtækja.

Hvernig á að skilgreina bókhaldslykil milli fyrirtækja

Flytja inn XML-skrá sem inniheldur milli-fyrirtækja bókhaldslykilinn sem fyrirtækið og samstarfsaðilar þess hafið samið um að nota.

Hvernig á að flytja inn Bókhaldslykill milli fyrirtækja

Tengja hvern fjárhagsreikning milli fyrirtækja við einn af fjárhagsreikningum fyrirtækisins.

Hvernig á að varpa MF-bókhaldslykli á bókhaldslykil fyrirtækisins

Fá upplýsingar um víddir milli fyrirtækja svo hægt sé að skiptast á færslum milli fyrirtækja með tengdum víddum.

Uppsetning millifyrirtækjavídda

Skilgreina víddirnar milli fyrirtækja sem fyrirtækið og samstarfsaðilar þess nota til að búa til færslur milli fyrirtækja.

Hvernig á að skilgreina millifyrirtækjavíddir

Flytja inn XML-skrá sem inniheldur MF-víddirnar sem fyrirtækið og samstarfsaðilar þess hafa samið um að nota.

Hvernig á að flytja inn millifyrirtækjavíddir

Tengja hverja MF-vídd við eina af víddum fyrirtækisins og öfugt.

Hvernig á að varpa MF-víddum á víddir fyrirtækisins

Úthluta sjálfgefnum reikningum fyrir útistandandi og gjaldfallið milli fyrirtækja sem verða færðir inn í viðskipti milli fyrirtækja. Þetta er reikningurinn í samstarfsfyrirtækinu sem upphæðin verður bókuð í.

Hvernig á að setja upp sjálfgefna fjárhagsreikninga samstarfsfyrirtækja

Sjá einnig