Áður en hægt er að byrja að sjá um vinnslu innkaupa verður að grunnstilla reglurnar og gildin sem skilgreina innkaupastefnu fyrirtækisins.

Fyrst verður að skilgreina almenna uppsetningu, s.s. hvaða innkaupaskjala er krafist og hvernig gildi þeirra eru bókuð. Þessi almenna uppsetning fer yfirleitt fram við innleiðingu í upphafi. Hægt er að setja upphafsgildi upp sjálfkrafa með uppsetningarspurningalistanum, sem er íhlutur í verkfærasettinu fyrir skjóta innleiðingu.

Einnig verður að setja upp reglubundna eða daglega verkhluta sem nauðsynlegir eru til að skrá upplýsingar um lánardrottna fyrirtækisins. Hver lánardrottinn birtist sem lánardrottnaspjald sem geymir höfuðgögn til að skilgreina reglur þær og gildi sem eiga við lánardrottininn.

Önnur röð verkhluta sem tengjast gerð höfuðgagna um lánardrottna er til að skrá afsláttar- og verðsamninga lánardrottinsins í gluggum sem tengjast lánardrottnaspjöldunum.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkhluta með tenglum í þau efnisatriði sem lýsa þeim. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Grunnstilla almennar reglur um vinnslu innkaupa, hvernig gildi eru bókuð og hvaða númeraröð skjala á að nota.

Uppsetning almennra innkaupareglna og gilda

Rita upplýsingar um nýja lánardrottna til að skilgreina hvernig á að meðhöndla vinnslu innkaupa með hverjum lánardrottni.

Stofna nýja lánardrottnareikninga

Rita mismunandi afslætti og annað verð sem lánardrottinninn veitir, sem fer eftir vörum, magni eða dagsetningum.

Skrá skal innkaupaverð, afslátt og greiðslusamkomulag

Sjá einnig