Á svipaðan hátt og í bókunargrunninum sem lýst er í Setja upp bókunarreikninga þarf að skilgreina einn eða fleiri VSK-viðskiptabókunarflokka og úthluta einum þeirra til hvers reiknings fjárhags, viðskiptamanna og lánardrottna. Einnig þarf að setja upp einn eða fleiri VSK-vörubókunarflokka og úthluta einum þeirra til hverrar vöru og forðareiknings. Eftir að flokkarnir hafa verið settir upp þarf að setja upp nauðsynlegar samsetningar flokkanna í VSK-bókunargrunninum. Fyrir hverja samsetningu þarf að tilgreina VSK-prósentuna og fjárhagsreikningana fyrir VSK-sölu, VSK-innkaup og bakfærðan VSK.

Ef sjálfgefnum VSK-bókunarflokkum er úthlutað til almennu bókunarflokkanna verður VSK-bókunarflokkunum sjálfkrafa úthlutað til reikninga fjárhags, viðskiptamanna, lánardrottna, vara og forða þegar almennu bókunarflokkunum er úthlutað.

VSK vegna innflutnings

Aðgerðin lesa inn VSK er notuð þegar á að bóka fylgiskjal og fara á með alla upphæðina sem VSK. Þetta þarf að gera ef VSK-reikningur kemur frá skattyfirvöldum vegna innfluttra vara. Til að nota VSK vegna innflutnings þarf að setja upp að minnsta kosti einn VSK-vörubókunarflokk fyrir VSK vegna innflutnings, og hann verður að innihalda að minnsta kosti eina samsetningu í VSK-bókunargrunninum.

Bakfærður VSK

Yfirleitt reiknar söluaðili vöru út VSK og heldur honum eftir. Fyrirtæki innan ESB verða hinsvegar að nota bakfærðan VSK-útreikning í viðskiptum við önnur fyrirtæki sem skráð eru sem virðisaukaskattskyld í öðru ESB-landi eða svæði. Þetta þýðir að kaupandinn, ekki söluaðilinn, verður að reikna út VSK.

Setja þarf upp að minnsta kosti einn VSK-viðskiptabókunarflokk fyrir bakfærðan VSK og hann þarf að innihalda að minnsta kosti eina samsetningu úr VSK-bókunargrunninum. Eiginleika bakfærðs VSK má nota með reiknireglu venjulegs VSK, og með reiknireglu áætlaðs VSK.

Áætlaður VSK

Sjálfgefið er að VSK sé reiknaður og bókaður þegar reikningur er bókaður. Hægt er að velja að VSK-upphæðir verði reiknaðar og bókaðar á bráðabirgðafjárhagsreikning þegar reikningur er bókaður, og síðan bókaður á rétta fjárhagsreikninginn og settur í VSK-yfirlitin þegar endanlega greiðsluupphæð reikningsins er bókuð.

Breyta greiðsluafslætti fyrir VSK

Ef greiðsluafsláttur er reiknaður af reikningsupphæð með VSK er mögulegt að bakfæra greiðsluafsláttarhluta VSK á VSK-sölureikninginn þegar greiðsluafsláttur er veittur.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Fræðast um uppsetningu VSK, þar á meðal um uppsetningu VSK-bókunarflokka, um innfærslu á samsetningum VSK-bókunargrunns og um notkun bakfærðs VSK.

Hvernig á að búa til uppsetningu VSK-samsetningar

Setja upp bókunarflokka sem hægt er að nota til að flokka viðskiptamenn og lánardrottna fyrir VSK-bókun.

Hvernig á að setja upp VSK-viðskiptabókunarflokka

Setja upp bókunarflokka sem hægt er að nota til að flokka vörur og forða fyrir VSK-bókun.

Hvernig á að setja upp VSK-vörubókunarflokka

Setja upp VSK-prósentuna og sjálfgefna bókunarflokka fyrir hverja samsetningu VSK-vöruflokks og VSK-viðskiptaflokks.

Hvernig á að setja upp samsetningar af VSK-viðskiptabókunarflokkum og VSK-vörubókunarflokkum

Tengja VSK-viðskiptabókunarflokka við almenna viðskiptabókunarflokka svo að þeim sé úthlutað sjálfvirkt.

Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-viðskiptabókunarflokka

Tengja VSK-vörubókunarflokka við almenna vörubókunarflokka svo að þeim sé úthlutað sjálfvirkt.

Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-vörubókunarflokka

Úthluta VSK-bókunarflokkum til fjárhagsreikninga handvirkt.

Hvernig á að úthluta VSK-bókunarflokkum til fjárhagsreikninga

Úthluta VSK-viðskiptabókunarflokkum til reikninga viðskiptamanna og lánardrottna handvirkt.

Hvernig á að úthluta VSK-viðskiptabókunarflokka á viðskiptamanna- og lánardrottnareikninga

Úthluta VSK-vörubókunarflokkum til reikninga vara og forða handvirkt.

Hvernig á að úthluta VSK-vörubókunarflokka á vöru- og forðareikninga

Nota eiginleikann VSK vegna innflutnings til að bóka skjal þar sem meðhöndla verður alla upphæðina sem VSK, t.d. ef fyrirtækið fær VSK-reikning frá skattyfirvöldum vegna innfluttra vara.

Hvernig á að setja upp Kóta fyrir VSK vegna innflutnings

Setja upp minnst einn VSK-viðskiptabókunarflokk fyrir bakfærðan VSK svo að farið sé rétt með VSK á innkaupum frá ESB.

Hvernig á að færa inn grunnupplýsingar um bakfærðan VSK

Láta reikna VSK-upphæðir og bóka þær á bráðabirgðafjárhagsreikning þegar reikningur er bókaður, og síðan bóka hann á rétta fjárhagsreikninginn og setja í virðisaukaskýrsluna þegar endanlega greiðsluupphæð reikningsins er bókuð.

Hvernig á að nota Reikninga fyrir áætlaðan VSK

Bakfæra greiðsluafsláttarhluta VSK-upphæðar þegar greiðsluafslátturinn er gefinn.

Hvernig á að Bakfæra VSK í greiðsluafslætti

Setja upp reglubundnar VSK-skýrslur sem verður að senda til skattyfirvalda.

VSK og VIES skýrsluuppsetning

Sjá einnig