Þjónustukerfi í Microsoft Dynamics NAV hefur eiginleika sem hjálpa til við stillingu og uppsetningu þjónustukerfisins. Þessi verkfæri skal nota til að stilla sjálfgefin gildi, númeraraðir og nauðsynlega reiti sem þjónustufulltrúar eiga að fylla út. Upplýsingar sem geymdar eru í töflunum sem liggja að baki ákvarða hvernig stjórna skal ákveðnum þáttum þjónustustýringaraðgerða.
Auk þess er hægt að stofna kótun fyrir staðlaða þjónustu- einkenna- og bilunarkóta, og setja upp þjónustuvörugerðir sem þjónustudeild fyrirtækisins þarfnast.
Þegar þjónusta er skilgreind er hægt að tengja hana við þá hæfni sem þarf til að inna þjónustuna af hendi. Til að aðstoða þjónustufulltrúa við skilvirkni er einnig hægt að setja upp leiðbeiningar við úrræðaleit í rauntíma og úthluta dæmigerðum byrjunarkostnaði, svo sem ferðakostnaði eða öðrum útgjöldum.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Fá nánari upplýsingar um lykileiginleika gluggans Uppsetning þjónustukerfis. | |
Staðla kótun fyrir þjónustulínurnar sem liggja að baki öllum þjónustuvörum. | |
Staðla kótun fyrir bilunartilkynningar og stöðu úrlausna. | |
Skilgreina og varpa hæfni sem þjónusta krefst á starfsfólk og annan forða. | |
Setja upp leiðbeiningar til að styðja gluggann Úrræðaleit. | |
Tengja ákveðin kostnað við þjónustuvörur. Dæmi um kostnað eru ferðakostnaður og kostnaður við uppihald. |