Hægt er að sameina fjárhagsfærslur tveggja eða fleiri fyrirtækja (dótturfyrirtæki) í samstæðufyrirtæki. Hvert fyrirtæki í samstæðufyrirtæki nefnist fyrirtækiseining. Sameinaða fyrirtækið nefnist samstæðufyrirtæki. Hægt er að flytja inn gögn í sameinaða fyrirtækið úr öðrum fyrirtækjum í sama gagnagrunni, úr öðrum Microsoft Dynamics NAV gagnagrunnum eða úr skrám. Nota má eins margar fyrirtækjaeiningar í samstæðu og hver vill.

Hægt er að setja samsteypufyrirtækið upp á sama hátt og önnur fyrirtæki eru sett upp. Bókhaldslykillinn í samstæðufyrirtækinu er óháður bókhaldslyklum í fyrirtækiseiningunum og bókhaldslyklar einstakra fyrirtækja geta verið mismunandi.

Í bókhaldslyklum hverrar fyrirtækiseiningar þarf að tilgreina hvaða reikningar skuli vera með í sameiningunni. Ef fjárhagsskýrslur fyrirtækiseiningarinnar eru í öðrum gjaldmiðli en hjá samsteypufyrirtækinu er fyllt út í reitinn Samstæðu-umreikningsaðferð fyrir hvern reikning í samstæðunni. Yfirleitt er Meðalgengi (handvirkt) eða Upphaflegt gengi notað fyrir reikninga á rekstrarreikningi og Lokagengi fyrir efnahagsreikninga.

Í samstæðufyrirtækinu er hægt að stofna fyrirtækiseiningarspjald fyrir hvert fyrirtæki. Á spjaldinu eru upplýsingar eins og fjárhagsár fyrirtækiseiningarinnar, prósenta hvers reiknings sem á að vera innifalin í sameiningunni og útgáfan af Microsoft Dynamics NAV sem fyrirtækiseiningin er skráð í.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Tilgreina - í dótturfyrirtækjunum - hvaða fjárhagsreikningar í hverri fyrirtækiseiningu eiga að vera með í sameiningunni og tilgreina umreikningsaðferð sameiningar fyrir hvern reikning.

Hvernig á að færa inn upplýsingar um samsteypu í fjárhagsreikningum

Setja upp - í samstæðufyrirtækinu - fyrirtækiseiningarspjald fyrir hvert fyrirtæki sem á að vera með í samstæðunni.

Hvernig á að færa inn grunnupplýsingar fyrir fyrirtæki í samstæðu

Sjá einnig