Færslubækur eru notaðar til að bóka fjárhagsreikninga og aðra reikninga, svo sem banka-, viðskiptamanna-, lánardrottna- og eignareikninga. Bókun með almennri færslubók stofnar alltaf færslur á fjárhagsreikningum. Auk almennra færslubóka eru t.d. birgðaflutningsbækur, raunbirgðabækur, forðabækur og eignabækur. Þessar færslubækur stofna ekki færslur í fjárhag en stofna aðrar tegundir færslna. Til dæmis er raunbirgðabókin notuð til að bera saman niðurstöður raunbirgðatalningar og magn á lager samkvæmt útreikningi forritsins. Þegar færslubókin er bókuð stofnar forritið raunbirgðafærslu fyrir hverja færslubókarlínu og birgðafærslu fyrir hverja færslubókarlínu þar sem er mismunur á milli raunbirgðatalningarinnar og magns á lager samkvæmt útreikningi.
Til eru nokkur færslubókarsniðmát, svo sem inngreiðslubók og eignafjárhagsbók. Hvert sniðmát er með sérstakan glugga með ákveðnum aðgerðum og reitum fyrir aðgerðirnar. Þótt mörg stöðluð færslubókarsniðmát séu sjálfgefið sett upp er hægt að stofna ný.
Ef þörf er á mörgum færslubókum af tiltekinni gerð, t.d. inngreiðslubók fyrir hvern starfsmann í innheimtudeildinni er hægt að stofna margfaldar bókarkeyrslur fyrir færslubókarsniðmát.
Hægt er að úthluta sjálfgefnum mótreikningum á keyrslur sem venjulega nota sama mótreikning, t.d. gæti inngreiðslubókin alltaf notað sama sjóðsreikninginn. Einnig er hægt að tengja ástæðukóta við bókarkeyrslur eða sniðmát.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Fræðast um færslubókarsniðmát. | |
Stofna margar færslubækur af sömu tegund. | |
Tengja sjálfgefna mótreikninga við bókarkeyrslu. | |
Úthluta ástæðukóta sem á að birtast á öllum bókarfærslum sem eru bókaðar úr færslubókarkeyrslu. | |
Úthluta ástæðukóta sem á að birtast á öllum bókarfærslum sem eru bókaðar úr færslubókarsniðmáti. |