Hægt er að útbúa margar áætlanir fyrir sömu tímabil með því að stofna áætlanir undir aðskildum heitum. Fyrst er heiti áætlunar sett upp og áætlunarupphæðir færðar inn. Þá er heiti áætlunarinnar haft með við allar áætlunarfærslur sem stofnaðar eru.

Að setja upp nýja áætlun

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Fjárhagsáætlanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna veljið Breyta lista til að opna gluggann Heiti fjárhagsáætlana.

  3. Í glugganum Fjárhagsáætl.færslur er ný lína búin til og viðeigandi reitir fylltir út

  4. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Breyta áætlun til að opna gluggann Áætlun.

  5. Ýtt er á Ctrl+N til að setja inn nýja línu, fyllt er út í viðeigandi reiti og síðan er hnappurinn Í lagi valinn til að afrita nýja innkaupaáætlunarheitið í reitinn.

    Aðeins færslur sem innihalda heiti áætlunar sem sýnt er í reitnum Heiti birgðaáætlunar eru nú sýndar. Þar sem heiti áætlunar er nýstofnað eiga engar áætlanir við afmörkunina. Þess vegna er glugginn auður.

  6. Á flýtiflipanum Almennt í reitnum Skoða eftir er viðeigandi tímabil valið.

  7. Til að færa inn rétta upphæð er smellt á viðeigandi reit í fylkinu. Glugginn Fjárhagsáætl.færslur opnast.

  8. Ný lína er búin til og reiturinn Upphæð fylltur út. Glugganum Fjárhagsáætl.færslur er lokað.

  9. Skrefin endurtekin þar til allar áætlaðar upphæðir eru færðar inn.

Til athugunar
Á flýtiflipanum Afmarkanir eru 4 til 8 afmarkanir eftir því hve margar áætlunarvíddir hafa verið settar upp undir heiti áætlunar.

Ábending

Sjá einnig