Þú notar bókunarflokka til að tilgreina hvaða fjárhagsreikningar eiga í hlut þegar þú bókar færslur með lánardrottna-. viðskiptamanna-, birgða- og bankareikningum. Þess vegna verður þú að setja upp bókhaldslykil áður en þú stofnar bókunarflokka.

Það eru þrír bókunarflokkar sem sjá um sölu birgða og forða til viðskiptamanna og kaup birgða frá lánardrottnum:

Almennir bókunarflokkar

Tegundir almennra bókunarflokka eru tvær: viðskipta og vöru. Viðskiptabókunarflokkar eru tengdir við viðskiptamenn og lánardrottna. Vörubókunarflokkar eru tengdir við vörur og forða.

Í glugganum Alm. bókunargrunnur eru tilgreindir fjárhagsreikningar sem eru notaðir fyrir hverja samsetningu almenns viðskiptabókunarflokks og almenns vörubókunarflokks. Til dæmis er hægt að bóka sölu sömu vöru á marga sölureikninga í fjárhag þegar viðskiptavinir eru tengdir við marga viðskiptabókunarflokka.

Sértækir bókunarflokkar

Aðaltilgangurinn með sértækum bókunarflokkum er að auðkenna aðalefnahagsreikninginn fyrir viðkomandi fjárhagsreikning. Til dæmis ætti heildarstaða útistandandi reikninga allra viðskiptamanna að samsvara heildarstöðu Útistandandi reikn. í efnahagsreikningnum. Sértækir bókunarflokkar eru tengdir viðskiptamönnum, lánardrottnum, vörum, bankareikningum og eignum. Þessir bókunarflokkar skapa beintenginguna í aðalefnahagsreikninginn fyrir hverja aðalvöru.

VSK-bókunarflokkar

VSK-bókunarflokkar eru notaðir til að reikna út virðisaukaskatt (VSK). Þeir eru settir upp á svipaðan hátt og almennir bókunarflokkar. Skrefunum við uppsetningu VSK-bókunarflokka er lýst í Uppsetning VSK.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Læra að nota bókunarflokka til að tengja mismunandi gerðir reikninga, svo sem viðskiptamanna-, lánardrottna- og bankareikninga, við fjárhag.

Um bókunarflokka

Setja upp almenna viðskiptaflokka sem er hægt að nota til að flokka viðskiptamenn og lánardrottna vegna bókana.

Hvernig á að setja upp almenna viðskiptaflokka

Setja upp almenna vöruflokka sem hægt er að nota til að flokka vörur, forða, vinnustöðvar og vélastöðvar vegna bókana.

Hvernig á að setja upp almenna framleiðsluflokka

Setja upp sjálfgefnu bókunarflokkana fyrir hverja samsetningu almenns vöruflokks og almenns viðskiptaflokks.

Hvernig á að setja upp Samsetning almennra viðskiptaflokka og almennra framleiðsluflokka

Afrita sjálfgefnu bókunarreikningana úr línu í glugganum Alm. bókunargrunnur í nýja línu, til að minnka gagnainnslátt.

Hvernig á að afrita Almennar bókunargrunnslínur

Setja upp viðskiptamannabókunarflokka og tilgreina fjárhagsreikninga fyrir útistandandi reikninga, þjónustugjöld, greiðsluafslætti, vexti, viðbótargjöld, sléttun reikninga og sléttun gjaldmiðilsjöfnunar fyrir hvern bókunarflokk.

Hvernig á að setja upp viðskiptamannabókunarflokka

Setja upp lánardrottnabókunarflokka og tilgreina fjárhagsreikninga fyrir gjaldfallnar skuldir, þjónustugjöld, greiðsluafslætti, sléttun reikninga og sléttun gjaldmiðilsjöfnunar fyrir hvern bókunarflokk.

Hvernig á að setja upp lánardrottnabókunarflokka

Setja upp birgðabókunarflokka sem má nota til að flokka vörur vegna bókunar.

Hvernig á að setja upp birgðabókunarflokka

Setja upp sjálfgefna bókunarreikninga fyrir hverja samsetningu birgðageymslu og birgðabókunarflokks.

Hvernig á að úthluta sjálfgefnum fjárhagsreikningum á birgðabókunarflokka

Undirbúa grunn birgðabókunar til að taka á móti birgðavirðisfærslum sem eru bókaðar sem afleiðing af neikvæðri birgðabókun verka í vinnslu.

Hvernig á að setja upp VÍV reikninga fyrir bókun efnisnotkunar

Setja upp bókunarflokka bankareikninga og tengja bankafjárhagsreikning við hvern bókunarflokk.

Hvernig á að setja upp bókunarflokka bankareikninga

Setja upp bókunarflokka eigna og tilgreina fjárhagsreikningana sem forritið bókar á færslur sem tengjast eignum.

Hvernig á að setja upp bókunarflokka eignabóka

Sjá einnig