Setja þarf upp kóta fyrir hvern gjaldmiðil sem notaður er ef:
-
Keypt er eða selt í öðrum gjaldmiðlum en staðbundnum gjaldmiðli (SGM).
-
Fjárhagsfærslur eru skráðar í bæði SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli.
Eftir að kótar hafa verið settir upp skal úthluta viðeigandi kóta til hvers bankareiknings í erlendum gjaldmiðli, og úthluta sjálfgefnum gjaldmiðilskóta til reikninga erlendra viðskiptamanna og lánardrottna.
Sléttun gjaldmiðla
Til að vinna með gjaldmiðla sem nota ekki tugabrot og til að forðast óþörf tugabrot í erlendum gjaldmiðlum er hægt að nota tvo mismunandi sléttunareiginleika:
-
Sléttun einingaupphæða
-
Sléttun upphæða
Þessa eiginleika má nota sinn í hvoru lagi eða saman. Auk þess er hægt að nota þessa eiginleika með sléttun reiknings.
Ólíkt eiginleikanum sléttun reiknings hafa eiginleikarnir sléttun upphæða og sléttun einingaupphæða aðeins áhrif á upphæðir í erlendum gjaldmiðli-ekki samsvarandi upphæðir í SGM. Þessir tveir eiginleikar skila ekki af sér neinum færslum í fjárhagsreikninga. Því þarf ekki að tilgreina fjárhagsreikning í bókunarflokkum eða annarsstaðar.
Sléttun einingaupphæða
Eiginleikinn sléttun einingaupphæða stýrir hvernig söluverð fyrir vörur og forða í erlendum gjaldmiðlum eru sléttaðir í sölu- og innkaupalínum. Tilgreina verður reglurnar fyrir hvern gjaldmiðil sérstaklega í reitnum Eining - Sléttunarnákvæmni í Gjaldmiðlar glugganum.
Eiginleikinn sléttun einingaupphæða er notaður sjálfkrafa í hvert skipti sem vara eða forðanúmer er færð inn í sölulínu. Ef reikningurinn er fyrir viðskiptamann með gjaldmiðilskóta er verði vörunnar eða forðans breytt í gjaldmiðil viðskiptamannsins. Verðið er sléttað samkvæmt sléttunarnákvæmni einingaupphæða fyrir gjaldmiðilinn.
Sléttun upphæða
Eiginleikinn sléttun upphæða stýrir hvernig upphæðir í erlendum gjaldmiðlum eru sléttaðar í færslubókarlínum, sölulínum og innkaupalínum. Tilgreina verður reglurnar fyrir hvern gjaldmiðil sérstaklega í reitnum Upph. sléttunarnákvæmni í Gjaldmiðlar glugganum.
Upphæðir í erlendum gjaldmiðlum eru sléttaðar þegar fyllt er út í færslubókarlínur, sölulínur og innkaupalínur og þær bókaðar.
Gengi
Hægt er að skrá gengi fyrir hvern erlendan gjaldmiðil og tilgreina frá hvaða dagsetningu gengin gilda. Til dæmis er hægt að færa inn dag-, mánaðar- eða ársfjórðungsgengi hvers erlends gjaldmiðils.
Hægt er að halda upphaflegu gengi í glugganum Gengi gjaldmiðla til viðmiðunar. Þegar uppfæra þarf gengi er hægt að nota hnappinn Uppfæra gengi til að fá nýjasta gengi frá utanaðkomandi þjónustuaðila.
Fjárhagsreikningar
Ekki er hægt að tengja gjaldmiðilskóta við fjárhagsreikninga þar sem upphæðir í fjárhag eru í SGM. Ef fyrirtækið er með lán í USD og setur innborgun á bankareikning í SEK er hægt að fylgjast með þessum reikningum með því að setja upp bankareikninga í USD og SEK. Með bókunarflokkum er hægt að tengja reikningana við viðeigandi fjárhagsreikninga. Í fjárhagnum eru upphæðirnar birtar í SGM.
Hægt er að færa gjaldmiðilskóta inn í færslubókarlínu og bóka línuna í fjárhagsreikning. Viðeigandi gengi er notað til að breyta upphæðinni í SGM áður en hún er bókuð í fjárhagsreikninginn.
Annar skýrslugjaldmiðill
Ef annar skýrslugjaldmiðill er settur upp eru öll viðskipti sem bókuð eru í fjárhaginn skráð í bæði SGM og skýrslugjaldmiðlinum. Þá er hægt að búa til ársreikninga og prenta skýrslur í SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli. Skýrslugjaldmiðilinn má nota til að birta ársreikninga eins og fyrirtækið hefði bókhald sitt í þeim gjaldmiðli.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Setja upp gjaldmiðilskóta. | |
Notið ytri þjónusta til að fá nýjasta gengi gjaldmiðils í gluggann Gjaldmiðlar. | Hvernig á að: Setja upp þjónustu um gengi gjaldmiðils og Hvernig á að: Uppfæra gengi úr þjónustu |
Færa inn gengi fyrir erlenda gjaldmiðla. | |
Fá upplýsingar um skráningu allra færslna í bæði SGM og öðrum gjaldmiðli. | |
Setja upp annan skýrslugjaldmiðil. |