Hugtakið fyrirtæki er notað til að vísa í heildarsafn bókhaldsupplýsinga og ársreikninga í tengslum við viðskipti. Hægt er að stofna fleiri en eitt fyrirtæki. Til dæmis er hægt að setja upp móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki.
Stofngögn færð inn:
Í reitinn Leita skal færa inn Stofngögn og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim veljið Breyta og fyllið síðan út Almennt, Samskipti, Greiðslur og Afhending Flýtiflipa eftir þörfum.
Ef innkaupapöntunaraðgerðin hefur verið sett upp og nota á sérstakt sendist-til aðsetur á innkaupapöntunum (svo sem fyrir vörugeymslu á öðrum stað en rekstur fyrirtækisins) eru upplýsingarnar færðar í flýtiflipann Afhending.
Ef vörugeymslur eru á mörgum stöðum skal nota reitinn Kóti birgðageymslu til að tilgreina birgðageymsluna sem er sjálfgefin þegar innkaupapöntun er bókuð. Í flýtiflipanum Samskipti í reitnum Heimasíða er hægt að færa inn veffang fyrirtækisins (URL). Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.
Hægt er að setja inn mynd, til dæmis merki fyrirtækisins, í flýtiflipann Almennt ef hún er í skrá með .bmp sniði.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |