Hægt er að leyfa jöfnun viðskipta í ólíkum gjaldmiðlum, til dæmis þegar innkaupapöntun er skráð í einum gjaldmiðli og samsvarandi greiðsla síðan framkvæmd í öðrum gjaldmiðli. Hægt er að:
-
Leyfa jöfnun allra gjaldmiðla,
-
Banna jöfnun allra gjaldmiðla eða
-
Tilgreina hóp gjaldmiðla Efnahags- og myntsambandsins (EMU) sem leyft er að jafna.
Þegar færslur í ólíkum gjaldmiðlum eru jafnaðar gæti verið munur á upphæðunum tveimur þegar þeim er breytt í SGM. Hægt er að tilgreina hversu mikill munur er leyfilegur, svo hægt sé að loka færslunum. Munurinn er þá bókaður sem sléttunarmunur.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Leyfa jöfnun greiðslna í einum gjaldmiðli við innkaup í öðrum gjaldmiðli. | Hvernig á að leyfa jöfnun lánardrottnafærslna mismunandi gjaldmiðlum |
Leyfa jöfnun kvittana í einum gjaldmiðli við sölu í öðrum gjaldmiðli. | Hvernig á að leyfa jöfnun viðskiptamannafærslna í mismunandi gjaldmiðlum |
Tilgreina hvaða gjaldmiðlar eru EMU-gjaldmiðlar. | |
Setja upp fjárhagsreikningana þar sem sléttunarmismunur verður bókaður þegar ólíkir gjaldmiðlar eru jafnaðir. | Hvernig á að setja upp fjárhagsreikninga fyrir gjaldmiðilsaðgerð sléttunarmismunar |
Loka færslum sem eru jafnaðar í mismunandi gjaldmiðlum og bóka sléttunarmismuninn. | Hvernig á að leyfa leyfa sléttunarmismun við jöfnun færslna í mismunandi gjaldmiðlum |