Til að geta umbreytt efni í tilbúna vöru þarf framleiðsluforði, líkt og vélar og starfsmenn á vélum, að vera settur upp í kerfinu.
Í kerfinu teljast starfsmenn og vélar til vélastöðva sem flokkaðar eru í vinnustöðvar. Þegar þessi forði er þekktur má úthluta á hann aðgerðum samkvæmt því hvernig bygging efnis og framvinda er hjá hverri vöru, og samkvæmt afkastagetu véla- eða vinnustöðvarinnar. Einnig er hægt að ákvarða afkastagetu hjá hverjum forða. Afkastageta er ákvörðuð út frá tiltækum vinnustundum á hverri véla- og vinnustöð og er stjórnað af dagatölum fyrir hvert stig. Í dagatali vinnustöðvar eru tilgreindir vinnudagar eða -stundir, vaktir, frídagar og fjarvistir sem hafa áhrif á mögulega heildarafkastagetu (oftast mæld í mínútum). Allt er þetta ákvarðað af tilgreindum gildum skilvirkni og getu.
Upplýsingar um hvernig nota má þekktan framleiðsluforða í aðgerðaáætlun og framkvæmd er að finna í Áætla forða til ráðstöfunar og Keyra framleiðslu.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Grunnstilla framleiðslumöguleikana, til dæmis ákvarða vinnustundir í vinnusal og velja áætlunarreglur. | |
Tilgreina hvaða afkastagetueining, svo sem mínútur eða klukkustundir, eru notaðar til að skrá afkastagetu. | |
Skilgreina staðlaða vinnuviku út frá upphafi og enda hvers vinnudags og tengdrar vaktar. | |
Skipuleggja föst gildi og skilyrði ákveðins framleiðsluforða til að stýra frálagi framleiðslu sem fram fer í þeirri vélastöð. | |
Skipuleggja föst gildi og skilyrði framleiðsluforða í mörgum vélastöðvum til að stýra frálagi framleiðslu sem fram fer í þeirri vinnustöð. | |
Tilgreina vinnudaga eða -stundir, vaktir, frídaga og fjarvistir sem hafa áhrif á mögulega heildarafkastagetu véla- eða vinnustöðvar (mæld í tíma), samkvæmt tilgreindum gildum um skilvirkni og getu. | |
Áætla hvernig vélastöðvar geta aukið við afkastagetu vinnustöðva með sameinuðum dagatölum. | |
Setja margar vinnustöðvar undir eina deild, líkt og framleiðsludeild. | |
Tilgreina samsafn framleiðsluvara með svipað framleiðsluferli. | |
Tilgreina hvort áætlað frálagsmagn eigi að forstilla þegar frálag er tilkynnt. | |
Undirbúa vinnustöðvar og leiðir til að þær sýni úthýsta framleiðslu. |