Í Microsoft Dynamics NAV er að finna tilteknar aðgerðir fyrir dæmigerð rekstrarsvið, s.s. fjármálasvið og mannauð. Rétt eins og Hjálp er þessi rekstraraðgerð flokkuð í ólíkum deildum í viðmóti notanda. Frekari upplýsingar eru í Deildir.
Til að styðja deildarsértæk verk er hægt að nota fjölda grunnaðgerða í rekstri, s.s. Verkflæði og Office-samþættingu, sem eru tiltækar í tveimur eða fleiri deildum.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst.
Til að | Sjá |
---|---|
Greiða og taka við greiðslum, vinna færslur innan fyrirtækis, undirbúa árslokaskýrslu og vinna með eignir og reiðufé. | |
Greina gögn og áætlanir, stofna og setja upp fjárhagsskema, og leggja fram fjármálaskýrslur með XBRL. | |
Búa til og vinna með tengiliði, þróa markaðsáætlun og setja af stað markaðsherferð. | |
Stjórna almennri söluvinnslu og upplýsingum, t.d. tilboðum, pöntunum og vöruskilum. | |
Stofna aðalgögn og hengja við tengdar vöruupplýsingar og útbúa aðalgögn framleiðslu, t.d. uppskrift eða leiðir. | |
Skipuleggja framleiðsluaðgerðir sem eru nauðsynlegar til að breyta inntaki í fullgerðar vörur. | |
Stjórna innkaupum, t. d. vinnslu tilboða, pantana og vöruskila. | |
Vinna með og skrá efnislega vinnslu vara sem mótteknar eru í vöruhúsum fyrirtækisins. | |
Tryggja rétt ferli þegar vörur eru mótteknar eða sendar. | |
Skilgreina forða í vinnusal og getu hans, tímasetja nákvæmlega aðgerðir, finna til framleiðsluíhluti og framkvæma framleiðsluaðgerðir. | |
Bóka sölupantanir og innkaupamóttökur, taka á móti vörum til afhendingar og senda þær. | |
Tímasetja þjónustusímtöl, setja upp þjónustupantanir og rekja viðgerðarhluti- og birgðir. | |
Tímasetja forða og leiðrétta verðlagningu og tímaúthlutun forða. | |
Unnið með verkáætlanir og haft eftirlit með vinnslu verks. | |
Skrá og viðhalda starfsmannaupplýsingum, s.s. grunnupplýsingum um ráðningu og starfsmenn. | |
Setja upp og nota verkflæði sem tengja verk frá mismunandi notendum eða af kerfinu, t.d. sjálfvirk bókun. Að óska eftir samþykki eða samþykkja að stofna eða bóka skjöl eru dæmigerð skref í verkflæði. | |
Gera notendum kleift að skiptast á gögnum með ytri gagnagjöfum í daglegum verkum, s.s. senda/móttaka rafræn skjöl, flytja inn/flytja út bankaskrár og uppfæra gengi gjaldmiðils. | |
Skrásetja ytri skjöl í Microsoft Dynamics NAV, þ.m.t. viðhengi, og stofna svo handvirkt tengd skjöl eða umbreyta skjölunum sjálfkrafa í rafræn skjöl. | |
Nota Microsoft Office. | |
Vinna með Outlook. | |
Fylgjast með virkni tölvupósts. | |
Nota Microsoft Dynamics CRM: | Integrating Microsoft Dynamics CRM by Using the Connector for Microsoft Dynamics NAV |
Nota kreditkort með Microsoft Dynamics NAV. | |
Vakta og safna saman gögnum sem byggjast á sértækum leitarskilyrðum á ólíkum gerðum samfélagsmiðla. | |
Vinna þvert á umsýslumiðstöðvar með því að setja upp fyrir notendur sértæk yfirlit yfir sölu- og innkaupaskjöl sem tengjast vissum ábyrgðarstöðvum. | |
Úthluta einkvæmum auðkenniskóðum á færslur, s.s. fjárhagsreikningur, viðskiptamaður og reikningur lánardrottins, reikningar og skjöl. Vel unnið númerakerfi gerir einnig auðveldara að stýra og greina fyrirtækið og getur fækkað villum sem upp koma í gagnafærslu. | |
Setja upp staðlaða texta, svo sem heimilisfang viðskiptavinar, bókunartexta sem er notaður í færslubókum eða annan endurtekinn texta sem þú vilt bæta við reglulega. | |
Fá kort úr netkortaþjónustu sem sýnir aðsetur og staðsetningu eða leiðarlýsingu að birgðastöðvum viðskiptamanns eða lánardrottins. | |
Sameina hvaða töflu eða fyrirspurnargögn sem er með mörgum línuritaeiginleikum til að stofna ótakmarkaðan fjölda almennra myndrita sem allir notendur geta opnað á mörgum mismunandi stöðum. | |
Breyta fyrirliggjandi hlutverkamiðstöðvarðmyndriti eða setja upp ný frávik sértækra myndrita með því að sameina, til dæmis, fjárhagsskemalínur og -dálka á margvíslegan hátt til að veita mikinn fjölda mismunandi fjárhagslegra frammistöðuvísa. | |
Stofna lýsingar á færslum, svo sem reikningum, vörum, forða og staðaltextum, sem svo er sjálfvirkt bætt við tengd fylgiskjöl. | |
Tengja ástæðukóta við flestar tegundir viðskipta til að skrá ástæður viðskiptanna. | |
Tilgreinið frídaga í fyrirtækinu til að þeir séu undanskildir frá ýmsum útreikningum áætlunar. |