Svæðið Verk styður algeng verk sem lúta að verkefnastjórnun, líkt og að grunnstilla verk og tímasetja forða, ásamt því að veita þær upplýsingar sem þarf til að gera verkáætlanir og fylgjast með árangri. Með eiginleikanum Verk er hægt að stýra langtímaverkefnum þar sem notast er við og fylgjast þarf með vinnutíma starfsmanna, vélastundum, birgðahlutum og annarri notkun. Hægt er að rekja véla- og starfsmannatíma í verkefninu með því að nota vinnuskýrslur. Eiginleikinn Verk gefur góða yfirsýn, ekki aðeins yfir einstök verk heldur einnig yfir úthlutun starfsfólks, véla og annars forða sem notaður er í öllum verkefnum. Einnig má nota eiginleikann til margs kyns þjónustu- og ráðgjafarverkefna.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Búa til nýtt verk og áætla verkin innan verksins. Grunnstilla fyrirliggjandi verk og leiðrétta verð. | |
Stofna, tímasetja og vinna með forða. | |
Vinna með verkáætlun og búa til skýrslur. | |
Skrá notkun á verki og fylgjast með framvindu og afköstum á verki. | |
Kaupa vörur og vinna með birgðir í verki. | |
Samþætta vinnuskýrslur og verkpantanir. | |
Ljúka verki og reikningsfæra viðskiptamanninn. |