Microsoft Dynamics NAV gerir notendum kleift að stjórna allri almennri fjárhagsvinnslu og -upplýsingum, eins og að bóka fjárhagsleg samskipti, útbúa ársreikninga, stjórna bankareikningum, birgðakostnaði, framleiðslukostnaði og eignum.

Þegar nýtt fyrirtæki er stofnað, verður að setja upp bókhaldslykil og grunnstilla bókunarferlið. Þegar búið er að grunnstilla bókunarkerfið er hægt að grunnstilla sölu- og innkaupaferlið.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp bókhaldslykil, gengi gjaldmiðla, bankareikninga, reglur og sjálfgildi til að stjórna fjárhagslegum samskiptum.

Grunnstilling fjárhagsvinnslu

Fylla út og bóka færslubækur og ítrekunarbækur.

Vinna í færslubókum

Búa til og lagfæra innkaupareikninga, bóka innkaup og jafna greiðslur við reikninga.

Gjaldföllnu stjórnað

Búa til sölureikning, bóka móttökur og jafna greiðslur við reikninga.

Umsjón útistandandi

Stjórna vöruskilum og endurgreiðslum birgja.

Innheimta endurgreiðslur birgja

Nota skjöl og færslubækur milli fyrirtækja til að draga úr innslætti gagna þegar færslur eru bókaðar á MF-félaga.

Stjórna millifyrirtækjafærslum

Flytja inn færslur frá MF-félögum og senda færslur til félaga.

Stjórna MF-innhólfi

Stjórna birgða- og framleiðslukostnaði, búa til skýrslu um kostnað og afstemma kostnað við færslubókina.

Birgðakostnaði stjórnað

Loka fjárhagstímabili, skrá seinfærslur og færa upphæðir úr rekstrarreikningi yfir í efnahagsreikning.

Loka árum og tímabilum

Stjórna bankareikningum.

Stjórna sjóði

Komast yfir, halda við, tryggja, skipta, sameina, endurmeta, lækka eða afskrá eignir.

Eignastjórnun