Valmyndin Deildir veitir aðgang að forritasvæði sem ekki er aðgengilegt úr sérsniðnu notandaviðmót eða úr Mitt hlutverk.

Glugginn Deildir inniheldur tengla þar sem skráðir eru staðir, verksíður og skýrslur fyrir allar viðskiptaaðgerðir sem Microsoft Dynamics NAV býður upp á, flokkað í dæmigerðar fyrirtækjadeildir.

Efnisyfirliti Hjálparinnar er einnig raðað eftir deildum til að hægt sé að fara í gegnum Hjálpina samkvæmt röð ferla sem framkvæmdir af einu eða fleiri hlutverkum innan deildar. Sama efni er hægt að skoða eftir hlutverkum, t.d. til að fletta í gegnum Hjálpina samkvæmt hefðbundnum deildarferlum hlutverksins. Frekari upplýsingar eru í Hlutverk.

Í eftirfarandi töflu eru taldar upp deildirnar sem studdar eru auk tengla á efnisatriðin sem lýsa þeim.

Til aðSjá

Greiða og taka við greiðslum, taka við endurgreiðslum, vinna færslur innan fyrirtækis, undirbúa árslokaskýrslu og vinna með eignir og reiðufé.

Fjármál

Greina gögn og áætlanir, stofna og setja upp fjárhagsskema, prenta skýrslur og leggja fram fjármálaskýrslur með XBRL.

Viðskiptaupplýsingar

Búa til og vinna með tengiliði, þróa markaðsáætlun og setja af stað markaðsherferð.

Markaðssetning

Vinna með allar almennar söluvinnslur, t.d. tilboð, pantanir og vöruskil, og áætla og vinna með mismunandi gerðir upplýsinga fyrir viðskiptamenn og færslugagna.

Sala

Stofna aðalgögn og hengja við tengdar vöruupplýsingar og útbúa aðalgögn framleiðslu, t.d. uppskrift eða leiðir.

Hönnun

Skipuleggja framleiðsluaðgerðir sem eru nauðsynlegar til að breyta inntaki í fullgerðar vörur.

Áætlanagerð fyrir rekstur

Vinna með innkaup, t.d. vinnslu tilboða, pantana og vöruskila, og sjá um mismunandi upplýsingar um lánardrottna og færslugögn.

Innkaup

Vinna með og skrá efnislega vinnslu vara sem mótteknar eru í vöruhúsum fyrirtækisins.

Móttaka

Tryggja rétt ferli þegar vörur eru mótteknar eða sendar og skipuleggja og viðhalda birgðum fyrirtækis.

Vöruhúsaaðgerðir

Skilgreina forða í vinnusal og getu hans, tímasetja aðgerðir, finna til framleiðsluíhluti og framkvæma framleiðsluaðgerðir.

Framleiðsla

Bóka sölupantanir og innkaupamóttökur, taka á móti vörum til afhendingar og senda þær.

Afhending

Tímasetja uppkall þjónustu og setja upp þjónustupantanir, rekja íhluti til viðgerðar og vörur, úthluta starfsfólki eftir þekkingu og tíma til ráðstöfunar, sem og birta þjónustuáætlanir og þjónustureikninga.

Þjónusta

Áætlið og verðleggið forða og rekið þann tíma sem forðinn tekur á margvíslegum pöntunargerðum með því að nota vinnuskýrslur.

Forðaáætlun

Veita þarf nauðsynlegar upplýsingar til að geta gert fjárhagsáætlun og haft eftirlit með vinnslu verks.

Verk

Skrá og viðhalda upplýsingum um starfsmann, t.d. starfssamninga, trúnaðarupplýsingar, hæfi og tengiliðaupplýsingar starfsmanns.

Starfsmannahald

Sjá einnig