Hægt er að nota Microsoft Dynamics NAV fyrir margs konar algenga vinnslu og upplýsingaþarfir sem tengjast umsjón innkaupa, s.s. vinnslu beiðna, pantana og skila. Einnig eru til verkfæri til að skipuleggja og hafa umsjón með mismunandi gerðum lánardrottnaupplýsinga og viðskiptagagna.
Áður en hægt er að hefja umsjón innkaupa verður að grunnstilla innkaupastefnu og -gildi fyrirtækisins, setja fyrst upp almenn innkaup og búa svo reglulega til höfuðgögn fyrir lánardrottnaskrár. Þegar grunnstillingarverkhlutunum er lokið er hægt að nota ýmsar aðgerðir fyrir umsjón lánardrottna og innkaup fyrir grundvallarvinnslu, s.s. að kaupa vörur.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Setja upp almenna innkaupastefnu fyrirtækisins sem og reglur og gildi fyrir einstaka lánardrottna, þ.m.t. verð- og afsláttarsamninga þeirra. | |
Búa til og vinna innkaupapantanir, heimila greiðslur til lánardrottna og hafa umsjón með vöruskilum til lánardrottna. |