Fyrir hvert uppsett fyrirtæki þarf að úthluta einstökum kennikóta á atriði eins og fjárhagsreikninga og reikninga viðskiptamanna og lánardrottna, reikninga og skjöl. Númeraröð er ekki aðeins mikilvæg fyrir auðkenningu. Vel unnið númerakerfi gerir einnig auðveldara að stýra og greina fyrirtækið og getur fækkað villum sem upp koma í gagnafærslu.

Hægt er að setja upp heildarnúmerakerfi með ótakmörkuðum fjölda númeraraða. Nota má númeraraðir fyrir allar gerðir skjala og færslubóka, sem og fyrir aðalgögn á borð við viðskiptamenn, vörur og verk.

Blanda má saman notkun númeraraða og handvirkrar númerunar.

Númerakerfi er stofnað með því að setja upp einn eða fleiri kóta fyrir hverja tegund aðalgagna eða skjala. Til dæmis má setja upp einn kóta fyrir númerun viðskiptamanna, annan kóta fyrir númerun sölureikninga og annan fyrir númerun skjala í almennri færslubók.

Þegar kóti hefur verið settur upp verður að setja upp minnst eina númeraraðarlínu. Í númeraraðarlínunni eru upplýsingar líkt og fyrsta og síðasta talan í röðinni og upphafsdagsetningin. Hægt er að setja upp fleiri en eina númeraraðarlínu á hvern númeraraðarkóta með mismunandi upphafsdagsetningu fyrir hverja línu. Raðirnar verða notaðar hver á eftir annarri og hver röð hefst á tilgreindum upphafsdegi.

Hægt er að nota fleiri en einn númeraraðarkóta fyrir hverja tegund frumgagna með því að nota númeraraðatengsl, til dæmis til að nota mismunandi númeraraðir fyrir mismunandi vöruflokka.

Auk talnanna sem úthlutað er handvirkt eða með notkun númerkerfis er öllum viðskiptum (færslum) sjálfkrafa úthlutað tölu eftir röð. Þessar tölur má sjá í reitnum Færslunr. í öllum færslugluggum. Ekki er hægt að breyta eða eyða þessum tölum.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp númeraraðarkóta.

Númeraröð

Setja upp eina eða fleiri númeraraðarlínu á hvern kóta, með mismunandi upphafsdagsetningu fyrir hverja línu.

Númeraraðarlína

Setja upp númeraraðatengsl milli númeraraðarkóta sem hægt er að nota fyrir sömu tegund skjala eða aðalgagna (t.d. birgðaspjalds og viðskiptamannaspjalds).

Stofnun tengsl milli númeraraða

Sjá einnig