Áður en hægt er að nota kerfishlutann Eignir verður að færa inn tilteknar grunnupplýsingar.

Hér fyrir neðan er listi yfir upplýsingarnar sem verður að færa inn.

Bókhald

Uppsetning eignabókunarflokka og úthlutunarlykla. Uppsetning færslubókarsniðmáta.

Grunnupplýsingar um afskriftir

Stofnun afskriftabóka og skilgreining ýmissa afskriftareglna, fjárhagsheildun og upplýsingar sem gera kleift að afrita færslur í margar afskriftabækur. Skilgreining sjálfgefinnar færslubókaruppsetningar fyrir hverja afskriftabók.

Almennar grunnupplýsingar

Setja upp almennar upplýsingar sem ekki tengjast afskrifabók.

Eignir

Skilgreining eignaflokka, eignaundirflokka, staðsetningar eigna og uppsetning eignaspjalda. Skilgreining afskriftaaðferðar fyrir hverja eign.

Ef skilgreina á aðaleignir og íhluti verður að setja upp íhlutalista.

Flokkunarkótar

Áður en eignaspjöldin eru sett upp ætti notandi að íhuga hvernig á að flokka þau. Hægt er að nota eftirtalda flokkunarkóta:

  • Eignaflokkskóti
    Hægt er að nota þennan kóta við aðalflokkun eigna, til dæmis í áþreifanlegar og óáþreifanlegar eignir.
  • Eignaundirflokkskóti
    Þennan kóta er hægt að nota til að flokka eignir frekar innan aðalflokka, t.d. í byggingar, ökutæki, húsbúnað eða vélbúnað.
  • Eignastaðsetningarkóti
    Hægt er að nota þennan kóta til þess að skrá staðsetningu eignarinnar, til dæmis í söludeild, móttöku, stjórnunardeild, framleiðsludeild og vöruhúsi. Þessar upplýsingar koma að gagni við vátryggingar og birgðir.

Vátrygging

Skilgreina skal gerðir vátrygginga og setja upp vátryggingaspjald.

Viðhald

Skilgreina viðhaldstegundir og færa inn upplýsingar um viðhald á eignaspjöldin.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp sjálfgefna reiti fyrir eignir.

Hvernig á að setja upp almennra sjálfgildi fyrir eignir

Fræðast um hvaða sjálfgefnu fjárhagsreikninga, færslubókarsniðmát og keyrslur verður að setja upp til að nota Eignir.

Bókhaldsuppsetning eigna

Bókunarflokkar eru notaðir til þess að skilgreina flokka eigna.

Hvernig á að setja upp bókunarflokka eignabóka

Dreifa færslum á ýmsar deildir eða verkefni.

Hvernig á að setja upp úthlutunarlykla

Finna tengla í efnisatriði um uppsetningu afskriftarupplýsinga fyrir eignir, þ.m.t. skilgreiningu afskriftareglna, fjárhagsheildunar og aðrar upplýsingar.

Uppsetning afskrifta

Uppsetning bókunar fyrir tegundir eins og debet eða kredit.

Hvernig á að setja upp bókunartegundir

Skilgreina sjálfgildi fyrir afritun lína milli færslubóka, gerð bókarlína og afritun stofnkostnaðar.

Hvernig á að skilgreina sniðmát og keyrslur fyrir afskriftabækur

Skilgreina kóta fyrir flokkun eigna eins og áþreifanlegra og óáþreifanlegra eigna.

Hvernig á að skilgreina eignaflokkskóta

Skilgreina kóta fyrir flokkun eigna í flokka eins og byggingar, húsbúnað og vélbúnað.

Hvernig á að skilgreina eignaundirflokkskóta

Skilgreina kóta fyrir staðsetningu eigna.

Hvernig á að skilgreina staðsetningarkóta eigna

Bóka viðskipti með eignir í fjárhag.

Hvernig á að Skrá opnunarfærslur

Uppsetning vátryggingaupplýsinga fyrir eignir, þ.m.t. almennar vátryggingaupplýsingar, vátryggingategundir, spjöld, færslubókasniðmát og keyrslur.

Uppsetning vátryggingar eignar.

Uppsetning viðhaldsupplýsinga, kóta og viðhaldskostnaðar.

Uppsetning eignarviðhalds

Sjá einnig