Skilgreina þarf sjálfgefna uppsetningu fyrir sniðmát og keyrslur fyrir hverja afskriftabók. Þessi sjálfgildi eru notuð til að:
-
Afrita línur úr einni bók í aðra.
-
Stofna færslubókarlínur með því að nota runuvinnslurnar Reikna afskriftir eða Endurmat Eigna.
-
Afrita stofnkostnað í vátryggingabók.
Sjálfgefin uppsetning sniðmáta og keyrslna skilgreind:
Í reitnum Leit skal færa inn Afskriftabækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Viðeigandi afskriftabókarspjald er opnað. Á flipanum Færsluleit í flokknum Afskr.bók skal velja Eignabókargrunnur. Glugginn Eignabókargrunnur opnast.
Ef sjálfgefin uppsetning á að vera fyrir hvern notanda reiturinn Kenni notanda valinn til að skoða gluggann Notendur.
Í öðrum reitum skal velja reitinn til að skoða lista yfir mögulegar færslur. Valið er bókarsniðmát eða -keyrsla og síðan smellt á Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Endurmat Eigna
Reikna afskriftir
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp sniðmát eignabókaHvernig á að setja upp keyrslur eignabóka
Hvernig á að bóka færslur í mismunandi afskriftabækur
Hvernig á að reikna Afskriftir sjálfvirkt
Hvernig á að leiðrétta verð eigna
Hvernig á að bóka stofnkostnað úr vátryggingabókum