Áður en hægt er að nota kerfishlutann Eignir verður að setja upp sjálfgefna fjárhagsreikninga og færslubókarsniðmát og -keyrslur sem notaðar eru til að bóka.

Bókunarflokkar

Bókunarflokkar eru notaðir til að skilgreina flokka eigna (til dæmis bílar, vélar og símar). Færslur í þessum bókunarflokkum eru bókaðar á sömu fjárhagsreikninga.

Úthlutunarlyklar

Hægt er að úthluta færslum á ýmsar deildir og/eða verkefni samkvæmt úthlutunarlyklum sem notandi skilgreinir.

Bókasniðmát

Sniðmát er fyrirfram skilgreind uppsetning á færslubók. Í sniðmáti eru upplýsingar um ferilskóta, skýrslur og númeraraðir.

Bókarkeyrslur

Hægt er að setja upp margar bókarkeyrslur, þ.e. sérstakar færslubækur fyrir hvert færslubókarsniðmát. Starfsmenn geta til dæmis verið með eigin bókarkeyrslur sem nota upphafsstafi starfsmannsins sem heiti bókarkeyrslu.

Gögnin sem færð eru í færslubókarkeyrslu til bókunar eru sett í línur bókarinnar. Hægt er að stofna eins margar færslubókarlínur og þarf í bókarkeyrslu. Þegar línurnar hafa verið bókaðar er þeim eytt.

Sjá einnig