Áður en hægt er að nota kerfishlutann Eignir verður að færa inn tilteknar upplýsingar um afskriftir.

Stofna verður afskriftabækur og skilgreina ýmsar afskriftareglur, fjárhagsheildun og upplýsingar sem bjóða upp á að afrita færslur í margar afskriftabækur. Einnig verður að skilgreina sjálfgefna færslubókaruppsetningu fyrir hverja afskriftabók.

Margar afskriftabækur

Hægt er að setja upp margar afskriftabækur fyrir margs konar afskriftir. Setja má upp ótakmarkaðan fjölda afskriftabóka. Ákveða verður fyrir hverja afskriftabók hvort hún á að vera samþætt fjárhag. (Ef afskriftabók er samþætt fjárhag verða allar færslur sem bókaðar eru í bókina einnig bókaðar í tilgreinda fjárhagsreikninga.

Þegar settar hafa verið upp nauðsynlegar afskriftabækur verður að tengja að minnsta kosti eina afskriftabók hverri eign. Það er hægt að gera úr glugganum Eignaafskriftabækur. Hver samsetning eignanúmers og afskriftabókarkóta nefnist afskriftabók.

Ekki þarf að tengja hverja afskriftabók öllum eignum. Einstakar eignir geta þess vegna notað breytilegan fjölda eignaafskriftabóka.

Hægt er að nota ýmsar afskriftaaðferðir vegna reikningsskila og skattframtals. Mörg stórfyrirtæki nota beinlínuafskriftir í reikningsskilum vegna þess að með þeim er yfirleitt hægt að tilgreina hærri tekjur. Vegna tekjuskatts nota þó mörg fyrirtæki hraðafskriftaaðferð.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp margar afskriftabækur fyrir margs konar afskriftaaðferðir.

Hvernig á að setja upp afskriftabækur

Setja upp margar eignaafskriftabækur til að afskrifa eina eða fleiri eignir með nokkrum afskriftaaðferðum.

Hvernig á að setja upp afskriftabækur eigna handvirkt

Tengja afskriftabók við margar eignir.

Hvernig á að setja upp afskriftabækur eigna sjálfvirkt

Fræðast um átta afskriftaaðferðir.

Afskriftaaðferðir

Sjá einnig