Áður en Eignir eru notaðar í fyrsta sinn í Microsoft Dynamics NAV verður að setja upp fjárhagskerfishlutann áður en eignir eru settar upp. Hvernig þetta er gert fer eftir því hvort eignir séu hluti af fjárhag.

Eftirfarandi aðferð er notuð ef bóka á eignafærslur í fjárhag.

Skráning opnunarfærslna

  1. Gæta skal þess að lokið sé við grunnuppsetningu eigna.

  2. Búið er til eignaspjald fyrir hverja eign sem til er.

  3. Uppsetning afskriftabóka eigna.

  4. Virkja fjárhagsheildun. Í reitnum Leit skal færa inn Afskriftabækur og velja síðan viðkomandi tengil.

  5. Velja skal viðeigandi afskriftabók. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna veljið Breyta lista til að opna gluggann Afskriftabókarspjald.

  6. Ganga skal úr skugga um að á flýtiflipanum Heildun séu allir reitir auðir með því að hreinsa öll gátmerki. Ef um er að ræða fleiri en eina afskriftabók er skal virkja fjárhagsheildun fyrir hverja þeirra.

  7. Í eignabókinni eru færðar eftirfarandi línur: fyrir hverja eign:

    • Færð er inn lína með stofnkostnaðinum.
    • Lína með uppsafnaðar afskriftir til loka fyrra fjárhagsárs.
    • Lína með uppsafnaðar afskriftir frá upphafi yfirstandandi reikningsárs til dagsetningarinnar þegar áætlað er að Microsoft Dynamics NAV hefji útreikning á afskriftum.

    Ef aðrar mótfærslur eru opnar eru einnig hægt að færa þær inn núna, til dæmis niðurfærsla og uppfærsla.

  8. Þegar lokið er við að færa inn og bókað færslubókarlínur fyrir hverja eign, skal kveikja á fjárhagsheildun.

Ef eignirnar eru ekki samþættar fjárhag er sleppt lið 4 og 8.

Ábending

Sjá einnig