Aðalbókarinn er yfir bókhaldsdeildinni, vinnur fjárhagsfærslur, skoðar og samþykkir útistandandi reikninga, gjaldfallna reikninga, launagreiðslur og bankafærslur og skoðar aldursgreiningar. Aðalbókarinn tryggir einnig að starfsfólk hans ljúki fjármálaferlum af nákvæmni og á réttum tíma.
Aðalverkefni
Til að | Sjá |
---|---|
Setja upp bókhaldslykil, gengi gjaldmiðla, bankareikninga, reglur og sjálfgildi til að stjórna fjárhagslegum samskiptum. | |
Fylla út og bóka færslubækur og ítrekunarbækur. | |
Búa til og lagfæra innkaupareikninga, bóka innkaup og jafna greiðslur við reikninga. | |
Búa til sölureikning, bóka móttökur og jafna greiðslur við reikninga. | |
Stjórna vöruskilum og endurgreiðslum birgja. | |
Nota skjöl og færslubækur milli fyrirtækja til að draga úr innslætti gagna þegar færslur eru bókaðar á MF-félaga. | |
Flytja inn færslur frá MF-félögum og senda færslur til félaga. | |
Stjórna birgða- og framleiðslukostnaði, búa til skýrslu um kostnað og afstemma kostnað við færslubókina. | |
Loka fjárhagstímabili, skrá seinfærslur og færa upphæðir úr rekstrarreikningi yfir í efnahagsreikning. | |
Stjórna bankareikningum. | |
Komast yfir, halda við, tryggja, skipta, sameina, endurmeta, lækka eða afskrá eignir. |
Tengdir verkhlutar
Til að | Sjá |
---|---|
Greina gögn og áætlanir, stofna og setja upp fjárhagsskema, prenta skýrslur og leggja fram fjármálaskýrslur með XBRL. | |
Stofna og senda innkaupapantanir fyrir venjulega móttöku í fyrirtækinu eða fyrir beina afhendingu til viðskiptamanna. | |
Tilgreina hvernig og hvenær meðhöndla á vöru með því að búa til aðalgögn og hengja við upplýsingar um viðkomandi vörur. |