Kostnaðarstýring snýst um að skrá og tilkynna kostnað við starfsemi fyrirtækisins. Þessi viðskiptaþáttur er vel studdur af Microsoft Dynamics NAV.

Skjölin um kostnaðarstjórnun innihalda í fyrsta lagi nokkur hugmyndafræðileg efnisatriði sem veita bæði almenna og sértæka innsýn í skilgreiningar og virkni kostnaðarforritsins. Í öðru lagi innihalda þau raðaðan lista dæmigerðra kostnaðarstjórnunarverkhluta sem birtur er undir fyrirsögninni Vinna með birgða- og framleiðslukostnað. Fjallað er um verkhluta lokadagsetninga sem snúa að bókun birgðagilda í fjárhag í hópi hjálparefnisatriða sem beint er að endurskoðendum og kostnaðarstjórum. Að lokum fylgja nákvæmar lýsingar á því hvernig kerfi kostnaðarútreiknings er hannað. Þessar upplýsingar eru aðallega sóttar úr tæknilegri hvítbók Kostnaðarútreiknings Birgða, sem einnig er gefin út á PartnerSource.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Gott er að lesa margvíslegar upplýsingar um hugtök til að skilja forsendur og skilgreiningar sem stýra reikningskostnaðarhluta Microsoft Dynamics NAV.

Fræðast um kostnaðarútreikning

Nota undirliggjandi kostnaðaraðgerðir fyrir daglegar færslur og sérstakar keyrslur fyrir kostnað til að stýra tengdum virðisfærslum.

Meðhöndla birgða- og framleiðslukostnað

Stjórna framkvæmd í lok tímabils og búa til skýrslur um verk, t.d. að reikna út virði birgða og bóka kostnað í færslubók.

Tilkynna kostnað og afstemma við fjárhag

Skoða nákvæma lýsingu á kerfi kostnaðarútreiknings.

Hönnunarupplýsingar: Birgðakostnaður

Sjá einnig