Færslubækur eru notaðar til að bóka fjárhagsreikninga og aðra reikninga, svo sem banka-, viðskiptamanna-, lánardrottna- og eignareikninga. Bókun með almennri færslubók stofnar alltaf færslur á fjárhagsreikningum. Slíkt á við jafnvel í tilvikum þegar færslubókarlína er bókuð á reikning viðskiptamanns, vegna þess að færsla er bókuð í safnreikning færslubókar með bókunarflokki.

Í boði eru fleiri færslubækur auk almennra færslubóka, t.d. birgðaflutningsbækur, raunbirgðabækur, forðabækur og eignabækur. Þessar færslubækur stofna ekki færslur í fjárhag en stofna aðrar tegundir færslna. Til dæmis er raunbirgðabókin notuð til að bera saman niðurstöður raunbirgðatalningar og magn á lager samkvæmt útreikningi. Þegar færslubókin er bókuð er raunbirgðafærsla stofnuð fyrir hverja færslubókarlínu og birgðafærsla fyrir hverja færslubókarlínu þar sem er mismunur á milli raunbirgðatalningarinnar og magns á lager samkvæmt útreikningi.

Upplýsingarnar sem eru færðar inn í færslubók eru til bráðabirgða og það er hægt að breyta þeim í færslubókinni. Þegar færslubókin er bókuð, eru upplýsingarnar færðar í færslur á einstökum reikningum, þar sem ekki er hægt að breyta þeim. Það er samt sem áður hægt að ógilda bókaðar færslur og snúa við bókunum eða leiðrétta bókanir.

Sniðmát færslubóka og keyrslur

Til eru nokkur færslubókarsniðmát, svo sem inngreiðslubók og eignafjárhagsbók. Hvert sniðmát er með sérstakan glugga með ákveðnum aðgerðum og reitum sem verða að styðja aðgerðirnar.

Ef nauðsyn krefur er hægt að stofna fjöldakeyrslur bóka (einstakar færslubækur) fyrir hvert sniðmát færslubóka. Til dæmis geta tilteknir starfsmenn haft sína eigin færslubókarkeyrslu, þar sem upphafstafir þeirra eru notaðir sem heiti á bókakeyrslurnar. Frekari upplýsingar eru í Uppsetning færslubókar.

Aðalreikningar og mótreikningar

Ef stofnaðir voru sjálfgefnir mótreikningar fyrir bókakeyrslur, eru mótreikningarnir fylltir út sjálfkrafa þegar fyllt er í reitinn Reikningur nr. . Að öðrum kosti er fyllt í reitinn Reikningur nr. og reitinn Mótreikningur nr. handvirkt. Jákvæð upphæð í reitnum Upphæð er tekin út af aðalreikningnum og lögð inn á mótreikninginn. Neikvæð upphæð er lögð inn á aðalreikninginn og tekin út af mótreikningnum.

Til athugunar
VSK er reiknaður út á aðskilin hátt fyrir aðalreikninginn og mótreikninginn, þannig að þar er hægt að nota mismunandi VSK prósentuhlutfall.

Ítrekunarbækur

Ítrekunarbók er færslubók með sérstökum reitum til að stjórna færslum sem eru bókaðar reglulega með litlum eða engum breytingum. Með því að nota þessa reiti fyrir endurteknar færslur er hægt að bóka bæði fastar og breytilegar upphæðir. Einnig er hægt að tilgreina sjálfvirkar bakfærslur daginn eftir bókunardag og nota úthlutunarlykla fyrir ítrekunarfærslur.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Færa inn og bóka eina eða fleiri línur í færslubók.

Hvernig á að fylla út og bóka færslubækur og greiðslubók

Nota aðgerð til að koma handvirkt fyrir innfærðum númerum fylgiskjala í færslubækur í réttri röð. Þetta tryggir að bókun færslubókar er ekki lokað vegna þess að númer fylgiskjala á færslubókarlínum eru ekki í réttri röð.

Hvernig á að: Endurraða númerum fylgiskjals í færslubókum

Færa inn stofnupphæð VSK í færslubókarlínu.

Hvernig á að færa inn VSK-skyldar upphæðir án VSK færslubókum

Reikna út upphæðina sem verður á sjóðsreikningi eða öðrum lausafjárreikningum eftir bókun, áður en færslubók er bókuð.

Hvernig á að Afstemma lausafjárreikninga

Vista færslubókalínur sem er hægt að nota aftur síðar.

Hvernig á að vista staðlaðar færslubækur

Fylla út færslubók með línum sem vistaðar hafa verið sem hefðbundin færslubók.

Hvernig á að endurnota staðlaðar færslubækur

Nota ítrekunarbók til að bóka reglubundnar færslur, t.d. fasta útgjaldaliði eins og leigu.

Hvernig á að færa inn í ítrekunarbækur

Nota færslubók til að bóka færslu MF-félaga.

Hvernig á að færa í milli-fyrirtækjabækur og bóka

Úthluta færslu ítrekunarbókar til nokkurra reikninga þegar færslubókin er bókuð.

Hvernig á að nota úthlutunarlykla í færslubókum

Búa til sjálfkrafa og bóka ítrekunarfærslur með sama númeri fylgiskjals og bókunardagsetningu og upphaflega færslan.

Hvernig á að bakfæra bókun færslubókar

Búa handvirkt til færslubókarlínu til að bakfæra ranga bókun.

Hvernig á að gera leiðréttingar með færslubókum

Skoða villuboð fyrir allar línur færslubókar áður en bókun fer fram.

Hvernig á að: Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun

Sjá einnig