Þegar vörum er skilað til lánardrottins gæti fyrirtækið fengið innkaupakreditreikning. Einnig gæti innkaupakreditreikningur sem veitir fyrirtækinu inneign fengist sem uppbót fyrir gallaðar vörur þegar vörum er ekki skilað.

Þegar vörum er skilað til lánardrottins er stofnuð vöruskilapöntun innkaupa. Þegar vöruskilapöntun innkaupa er bókuð sem reikningsfærð er innkaupakreditreikningur stofnaður sjálfkrafa.

Hægt er að stofna innkaupakreditreikning handvirkt, til dæmis ef vörum er ekki skilað. Einnig er hægt að stofna kreditreikning til að leiðrétta ranga innkaupapöntun.

Þegar kreditreikningur er stofnaður handvirkt er hægt að nota keyrsluna Afrita innkaupaskjal til að afrita haus og allar línur bókaðs skjals í kreditreikning. Einnig er hægt að nota aðgerðina „Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra“ til að afrita eina eða fleiri línur úr bókuðu skjali. Báðar aðferðir tryggja að kostnaðurinn á kreditreikningnum sé nákvæm andstaða kostnaðarins á upprunalega skjalinu, nema valið sé Endurreikna línur í keyrslunni Afrita innkaupaskjal.

Til að tryggja að birgðagildi varanna sem skila á til lánardrottins sé nákvæmt þarf að úthluta nákvæmri bakfærslu kostnaðar.

Ef innkaupaskilapöntun hefur verið stofnuð og lánardrottinn hafnar skilavörunum er hægt að eyða innkaupaskilapöntuninni ef hún hefur ekki enn verið bókuð sem afhent. Ef pöntunin hefur hinsvegar verið afhent þarf að reikningsfæra skilapöntunina, sem stofnar sjálfkrafa kreditreikning. Þar sem ekki er hægt að eyða kreditreikningnum er hægt að stofna innkaupapöntun til að leiðrétta kreditreikninginn.

Að lokum þarf að jafna kredit við debet svo réttar lánardrottnaupplýsingar fáist og hægt sé að reikna reikningsyfirlit og vexti rétt. Þegar kreditreikningur er bókaður er hægt að jafna hann við upprunalega innkaupareikninginn ef hann hefur ekki verið greiddur. Einnig er hægt að jafna kreditreikninginn við skiptivöruinnkaupapöntun, endurgreiðslu í reiðufé eða reikning lánardrottins.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Stofna innkaupakreditreikninga þegar vörum er skilað til lánardrottins eða þær fengnar sem inneign.

Hvernig á að stofna Innkaupakreditreikninga

Bóka innkaupaafslátt sem kostnaðarauka á kreditreikningi eða vöruskilapöntun og tengja það bókuðu móttökunni.

Hvernig á að búa til og bóka innkaupauppbætur

Fá yfirlit yfir aðferðir við að afrita upplýsingar úr bókuðu skjali yfir í kreditreikning.

Hvernig á að afrita upplýsingar úr innkaupaskjölum yfir í innkaupakreditreikninga

Afrita haus og línur, eða bara línur, úr bókuðu skjali yfir í nýtt skjal.

Afrita innkaupaskjal

Afrita eina eða fleiri línur úr bókuðu skjali yfir í skilapöntun eða kreditreikning.

Hvernig á að bakfæra bókaðar fylgiskjalalínur

Endurmeta birgðir með því að nota einingarkostnaðinn sem er tengdur við upprunalegu innkaupafærsluna þegar innkaupum er skilað.

Hvernig á að úthluta nákvæmri bakfærslu kostnaðar í innkaupum

Stofna innkaupareikning til að vega upp á móti innkaupakreditreikningi þegar skilavörum er hafnað af lánardrottni.

Hvernig á að stofna Innkaupareikning til leiðréttingar

Jafna eða ógilda lánardrottnafærslur eða jafna lánardrottnafærslur í mismunandi gjaldmiðlum.

Jafna innkaupafærslur

Sjá einnig