Í lok reikningsársins verður að inna af hendi tiltekin stjórnunarverk.

Í fyrsta lagi verður að tryggja að búið sé að bóka í öll skjöl og færslubækur. Síðan fer það eftir fyrirtækinu hvort fylgjast verði með uppfærslum á birgðum, framleiðslu og erlendum gjaldmiðlum.

Ef erlendir gjaldmiðlar eru notaðir, verður að uppfæra gengi gjaldmiðla.

Nota má ítrekunarbækur við röðun kostnaðar og tekna á reikninga og víddir, eins og verkefni og deildir.

Lokun reikningsársins felur eftirfarandi í sér:

Ef fyrirtækið samanstendur af hópi fyrirtækja, verður að stofna samsteypufyrirtæki fyrir hóp ársreikninga. Hægt er að bóka gögn fyrirtækisins frá sama gagnagrunni og samsteypufyrirtækið, frá öðrum gagnagrunnum á Microsoft Dynamics NAV eða úr gagnaskrám.

Fyrirtæki innan Evrópusambandsins (ESB) verða að tilkynna um umfang viðskipta sinna við önnur lönd/svæði innan ESB, samkvæmt þar að lútandi reglum. Nota má Intrastat-færslubókina til að búa til skýrslu, sem síðan er hægt að prenta út eða flytja yfir á gagnaskrá.

Til að tilkynna um og borga skattayfirvöldum VSK er VSK-uppgjörsupphæðin reiknuð út fyrir tiltekið tímabil, VSK-yfirlit búið til og VIES-skýrsla um viðskipti við lönd/svæði innan ESB prentuð út.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Fá yfirlit yfir aðgerðir sem yfirleitt þarf að inna af hendi við lok tímabils.

Hvernig á að ljúka vinnslu tímabilsloka

Takmarka bókunartímabil notenda.

Hvernig á að tilgreina Bókunartímabil

Uppfæra gengi gjaldmiðla og breyta gengi bókaðra viðskiptamanna, lánardrottna og færslna á bankareikningi.

Hvernig á að uppfæra Gengi

Raða kostnaði og tekjum á milli reikninga og vídda.

Úthluta kostnaði og tekjum

Prenta út skýrslur til að votta fjárhag, viðskiptamann, lánardrottinn og innistæður á bankareikningum áður en tímabili er lokað.

Undirbúningur skýrslna fyrir lokun

Loka fjárhagstímabili, færa jöfnuð rekstrareiknings í efnahagsreikning og bóka lokunarfærslu ársloka.

Loka bókum

Sameina reikninga tveggja eða fleiri fyrirtækja.

Steypa saman fyrirtækjum

Búa til skýrslu um viðskipti fyrirtækisins við fyrirtæki í öðrum löndum/svæðum ESB.

Intrastat-skýrsla

Tilkynna um og borga skattayfirvöldum VSK.

Tilkynna og jafna VSK

Prenta út skýrslur sem eru gagnlegar við gerð fjárhagsskýrslna.

Undirbúningur lokunaryfirlits

Sjá einnig