Í kerfishlutanum Eignir í Microsoft Dynamics NAV fæst yfirlit yfir eignir fyrirtækisins og trygging fyrir réttum afskriftum eftir tímabilum. Með honum er einnig hægt að fylgjast með viðhaldskostnaði, sjá um vátryggingar á eignum, bóka viðskipti með eignir, búa til ýmsar skýrslur og kalla fram tölulegar upplýsingar.
Eignir
Setja verður upp spjald fyrir hverja eign með upplýsingum um eignina. Hægt er að setja byggingar eða framleiðslutæki upp sem aðaleign með íhlutalista.
Hægt er að skipta eign upp í margar eignir og sameina margar eignir í einni. Ef eign hefur verið afskráð að hluta verður að skipta henni upp í tvær eignir og síðan er hægt að selja aðra þeirra.
Eignir má flokka á ýmsa vegu, t.d. eftir flokki, deild eða staðsetningu.
Hægt er að setja upp áætlaðar eignir. Með því er hægt að taka með áætluð eignakaup og -sölu í skýrslum.
Afskriftir
Hægt er að setja upp margar afskriftabækur fyrir margs konar afskriftir. Keyrsla er notuð til að reikna afskriftir eftir tímabilum.
Viðhald
Hægt er að skrá viðhaldskostnað fyrir hverja eign og næstu þjónustudagsetningu. Eftirlit með viðhaldskostnaði getur skipt máli vegna fjárhagsáætlunar og ákvörðunartöku um það hvort endurnýja skuli eign.
Vátrygging
Tengja má hverja eign einum eða fleiri vátryggingarskilmálum. Auðvelt er því að sannprófa að upphæðir í vátryggingarskilmálum séu í samræmi við verðmæti eignanna sem þeir eiga við. Það auðveldar því eftirlit með árlegum iðgjöldum af vátryggingum.
Bókun á færslum:
Allar bókanir í kerfishlutanum Eignir fara fram í færslubókum. Færslubækurnar eru fjórar:
-
Eignafjárhagsbók.
-
Eignabók
-
Eignaendurflokkunarbók
-
Vátryggingabók
Upplýsingar og skýrslur
Upplýsingagluggi er fyrir hverja afskriftabók eigna með yfirliti yfir verðmæti bókarinnar, afskriftagrunn, uppsafnaðar afskriftir og hagnað eða tap af sölu. Hver aðaleign hefur sérstakan upplýsingaglugga.
Nokkrar skýrslur eru tiltækar. Af þeim er hægt að laga nokkrar að sérþörfum.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Fræðast um uppsetningu eigna, þ.m.t. uppsetningu sjálfgilda, bókhalds, bókunarflokka, úthlutunarlykla, færslubóka, afskrifta og bókunartegunda. | |
Stofna eignir, úthluta afskriftaaðferðum, bóka eignakaup, hrakvirði og prenta eignalista. | |
Fræðast um viðhald eigna, þ.m.t. skráningu á þjónustuheimsóknum, bókun viðhaldskostnaðar og skoðun viðhaldskostnaðar. | |
Vátryggja eignir, uppfæra vátryggingarupplýsingar, bóka stofnkostnað á vátryggingarskilmála, breyta vátryggingasviði, skoða vátryggingaupplýsingar og gera lista yfir vátryggingaskírteini. | |
Endurflokka eignir, flytja eignir á aðra staði, skipta upp eignum eða sameina þær. | |
Leiðrétta verð eigna, bóka afskriftir og bóka niðurfærslur. | |
Bóka afskriftir, reikna afskriftir og kalla fram eignaskýrslur. | |
Bóka afskráningarfærslur, skoða afskráningarbókarfærslur og bóka afskráningar að hluta. | |
Finna upplýsingar um umsjón fjárhagsáætlana eigna, áætlun stofnkostnaðar, áætlun afskráninga eigna og áætlun afskrifta. | |
Prenta skýrslur til að greina virði afskrifta, eignakaupa, afskráninga og hagnaðar/taps á reikningstímabilinu, sem og uppsafnaðra afskrifta og bókaðs virðis í lok tímabilsins. |