Þegar vörur sem framleiddar eru innan fyrirtækis fyrir sölu eru hannaðar þarf að bæta við lýsingum sem tilgreina hvaða hráefni þarf í vörurnar, og hvaða framleiðsluaðgerðir þarf til að framleiða þær.

Fyrir einfalda vöruvinnslu skal nota samsetningaruppskrift til að skilgreina íhluti og forða sem endanlega varan er búin til úr. Fyrir flóknari vöruvinnslu er hægt að nota framleiðsluuppskriftir og framleiðsluleiðir sem tengjast við birgðaspjald framleiddu vörunnar.

Framleiðsluuppskrift geymir aðalgögn sem lýsa íhlutum og millivörum sem notuð er í framleiðslu yfirvörunnar. Eftir að framleiðslupöntun hefur verið búin til fyrir yfirvörunni stjórnar framleiðsluuppskriftin útreikningum á efniþörf, eins og sýnt er í glugganum Íhlutir framl.pöntunar. Þessi íhlutalisti gegnir hlutverki tínslulista fyrir birgða-eða verksmiðjustarfsfólkið sem þarf að finna til hráefnið fyrir framleiðsluferlið.

Framleiðsluleið inniheldur aðalgögn sem lýsa uppbyggingu vinnslu fyrir viðkomandi framleidda vöru. Þegar framleiðslupöntun hefur verið stofnuð fyrir vöruna mun framleiðsluleið hennar ákvarða tímasetningu framleiðsluaðgerða eins og fram kemur í glugganum Leið framleiðslupöntunar og gegna þannig hlutverki verkspjalds fyrir starfsmenn á vélum sem framkvæma vinnuna.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Um mismuninn á uppskriftum fyrir einfalda vöruvinnslu og flókna vöruvinnslu.

Samsetningaruppskriftir eða framleiðsluuppskriftir

Skipuleggja samsetningaríhluti, millivörur eða forða undir yfirvöru.

Hvernig á að búa til samsetningaruppskriftir

Skipuleggja framleiðsluhluta eða hlutasamsetningar undir vöru.

Hvernig á að stofna nýjar framl.uppskriftir

Tryggja rétta útreikninga á íhlutum sem þarf í vöru sem er færð inn í birgðir í einni mælieiningu en framleidd í annarri.

Hvernig á að nota mælieiningu framleiðslukeyrslu

Skilgreina staðsetningu íhlutar eða hlutasamsetningar í vörusamsetningunni til að tryggja að skipulagskerfið forgangsraði eftir uppskriftarstigi.

Hvernig á að reikna Lágstigskóta

Sýna örlítið breytta framleiðslusamsetningu sem er samt notuð til að búa til sömu vöru.

Stofna nýja útgáfur af framleiðsluuppskriftum

Sýna lista yfir allar uppskriftarútgáfur og efnismagnið sem notað er í hverja uppskrift.

Hvernig á að bera saman efnismagn í öllum útgáfum framleiðsluuppskriftar

Sýna hvar íhlutur eða framleiðsluuppskrift eru notuð í þeim vörusamsetningum sem til eru.

Hvernig á að finna út hvar framleiðsluuppskriftir eru notaðar

Bæta við, skipta út eða fjarlægja íhlut í mörgum framleiðsluuppskriftum í einni aðgerð.

Skipta út íhlut framl.uppskr.

Fjarlægja íhlut úr mörgum framleiðsluuppskriftum eftir ákveðna dagsetningu.

Hvernig á að eyða Útrunnum íhlutum

Raða framleiðsluaðgerðum og úthluta þeim til þekkts framleiðsluforða.

Hvernig á að stofna Nýjar leiðir

Sýna örlítið breytta keyrslusamsetningu, sem skilar sömu vörunni.

Hvernig á að stofna Gerð nýrra útgáfa af leiðum

Tengja íhluti í tilgreindar aðgerðir svo samband þeirra haldist þó að framleiðsluuppskriftinni eða leiðinni sé breytt.

Hvernig á að stofna Leiðartengil

Stilla sjálfkrafa birtingu á efnisnotkun þegar framleiðslu er sleppt eða lokaefnisnotkun þegar framleiðslu lýkur.

Birgðaskráningaraðferð

Láta gluggann Framleiðslubók sýna væntanlegt afkastamagn þegar hann er fyrst opnaður.

Forstillt frálagsmagn

Skilgreina aðgerð sem staðalverkhluta.

Hvernig á að stofna staðalverkhluta

Tilgreina kóta sem nota má til að greina ástæður þess að tími eða magn voru skráð sem vinnulaus tími.

Stöðvunarkótar

Tilgreina kóta sem nota má til að greina ástæður þess að tími eða magn voru skráð sem úrkast.

Úrkastskótar

Gera frumgerð af framleiðslupöntun til að reikna út hvað þarf til að framleiða nýja vöru.

Hermd framleiðslupöntun

Sjá einnig