Opnið gluggann Skipta út íhlut framl.uppskr..
Skiptir út vörum sem eru ekki lengur notaðar í framleiðsluuppskriftum. Hægt er að skipta út vöru, t.d. fyrir nýja vöru eða nýja farmsleiðsluuppskrift. Hægt er að stofna nýjar útgáfur um leið og vöru er skipt í framleiðsluuppskriftunum. Kerfið myndar sjálfkrafa þessar nýju útgáfur.
Valkostir
Tegund skipta: Hér er fært inn hverju eigi að skipta út - vöru eða framleiðsluuppskrift.
Skiptanr. Ritað er númer vörunnar eða númer framl.uppskriftarinnar sem á að skipta út eða smellt er á reitinn.
Með tegund: Ritað er nýja valið sem kemur í stað þess sem valið var í reitnum Tegund skipta - Vara eða Framl.uppskrift.
Með nr.: Ritað er nýja vörunúmerið eða númer framl.uppskriftarinnar sem á að fylla út eða smellt á reitinn.
Stofna nýja útgáfu: Gátmerki er sett í reitinn ef skiptin eiga að verða í nýrri útgáfu.
Margfalda magn með: Færa skal inn gildi breytingar á magni hér. Ef magnið á að vera óbreytt skal færa 1 inn hér. Ef 2 er fært inn tvöfaldast nýtt magn miðað við upphaflegt magn.
Upphafsdagsetning: Færð er inn dagsetning sem breytingarnar eiga að gilda frá.
Endurvotta: Reiturinn er gátmerktur ef votta á framleiðsluuppskrift eftir breytinguna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |