Framleiðsluuppskrift geymir aðalgögn sem lýsa íhlutum og millivörum sem notuð er í framleiðslu yfirvörunnar. Þegar framleiðslupöntun er búin til fyrir yfirvörunni stjórnar framleiðsluuppskriftin útreikningum á efniþörf, eins og sýnt er í glugganum Íhlutir framl.pöntunar.
Frumskilyrði
-
Birgðaspjöld er búin til fyrir yfirvörur og íhluti þeirra. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp vörur.
-
Safna skal saman öllum gögnum um samsetningar vara: Efsta stigs vörur, millivörur, íhlutir og tengsl milli þeirra.
Framleiðsluuppskriftarhaus fylltur út
Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðsluuppskrift og velja síðan viðkomandi tengil.
Ný framleiðsluuppskrift búin til.
Framleiðsluuppskriftin er númeruð í reitnum Nr., t.d. númer yfirvörunnar.
Framleiðsluuppskriftinni er gefið heiti í reitnum Lýsing t.d. heiti yfirvörunnar.
Í reitnum Mælieiningarkóti er mælieiningarkóti yfirvörunnar valinn.
Til að hægt sé að breyta uppskriftinni verður reiturinn Staða að vera stilltur á Ný eða Í þróun. Til að ræsa hana þarf að stilla Staða á Vottað.
Fyllt út í framleiðsluuppskriftarlínurnar
Í reitnum Tegund er valið hvort vara á þessari uppskriftarlínu er venjuleg vara eða framleiðsluuppskrift. Ef varan á línunni er framleiðsluuppskrift þá verður hún þegar að vera til staðar sem vottuð framleiðsluuppskrift.
Í reitnum Nr. er umræddri vöru eða framleiðsluuppskrift flett upp og hún valin eða hún slegin handvirkt í reitinn.
Í reitnum Magn á er fært inn hversu margar einingar vörunnar fara í yfirvöruna, t.d. 4 dekk á 1 bifreið.
Í reitnum Úrkast % er hægt að slá inn fast hlutfall íhluta sem er fleygt meðan á framleiðslu stendur. Þegar íhlutirnir eru tilbúnir til notkunar í útgefinni framleiðslupöntun er hlutfallinu bætt við áætlað magn (í reitnum Notkunarmagn) í framleiðslubók. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að Skrá Notkun og frálag.
Til athugunar Þetta úrkastshlutfall stendur fyrir íhluti sem er fleygt á meðan á framleiðslu stendur (þegar tekið er úr birgðum) á meðan úrkastshlutfall á leiðarlínum stendur fyrir frálagi sem er fleygt (áður en það verður birgðir). Í reitnum Leiðartengilskóti er hægt að slá inn kóta til að tengja íhlut við ákveðna aðgerð. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við.
Leiðartenglar á milli aðgerða og íhluta tryggja að efnisnotkun bókist ekki fyrr en notkun er í raun lokið. Auk þess veita leiðartenglar yfirlit yfir vinnslu í glugganum Framleiðslubók þar sem íhlutir eru gefnir upp fyrir neðan tengda aðgerð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Leiðartengil.
Til að afrita línur úr framleiðsluuppskrift sem þegar er til skal fara í flipann Aðgerðir, flokkinn Aðgerðir og velja Afrita uppskrift til að velja línur sem til eru fyrir.
Framleiðsluuppskriftin vottuð
Nú er hægt að hengja nýju framleiðsluuppskriftina við spjald viðkomandi yfirvöru. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp vörur.
Til athugunar |
---|
Til að endurreikna staðlað kostnaðarverð vörunnar úr birgðaspjaldinu er farið í flipann Færsluleit, flokkinn Uppskrift, Framleiðsla valin og síðan smellt á Reikna staðlað kostn.verð. |
Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, og eru í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |