Leið hefur að geyma aðalgögn sem skráir ferlisþarfir vara. Þegar framleiðslupöntun er búin til fyrir vöru stjórnar leið hennar áætlanagerð yfir aðgerðir eins og sýnt er í glugganum Leið framl.pöntunar í framleiðslupöntuninni.

Frumskilyrði

Fyllt út í Leiðarhaus

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Leiðir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofnið nýja leið. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Í reitnum Nr. er leiðin númeruð, t.d. eftir vinnslunni eða yfirvörunni.

  4. Í reitnum Lýsing er leiðinni gefið heiti t.d. eftir vinnslunni eða yfirvörunni.

  5. Í reitnum Tegund, veljið Í röð til að reikna framl. leiðina samkvæmt gildinu í reitnum Aðgerðarnr..
    Veljið Samhliða til að reikna aðgerðir samkvæmt gildinu í reitnum Næsta aðgerðarnr.

  6. Reiturinn Staða verður að vera stilltur á eða Í þróun svo hægt sé að breyta leið. Til að ræsa hana þarf að stilla Staða á Vottað.

Fyllt út í Leiðarlínur

  1. Í reitinn Aðgerðanr. er fært inn númer fyrstu aðgerðarinnar, t.d. 10.

  2. Í reitnum Tegund er valið hvers konar forði er notaður, t.d. Vinnustöð.

  3. Í reitnum Nr. er forðinn sem á að nota valinn eða hann sleginn inn í reitinn.

  4. Í reitnum Leiðartengilskóti er hægt að slá inn kóta til að tengja íhlut við ákveðna aðgerð. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við.

    Til athugunar
    Leiðartenglar á milli aðgerða og íhluta tryggja að efnisnotkun bókist ekki fyrr en notkun er í raun lokið. Auk þess veita leiðartenglar yfirlit yfir vinnslu í glugganum Framleiðslubók þar sem íhlutir eru gefnir upp fyrir neðan tengda aðgerð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Leiðartengil.

  5. Í reitunum Keyrslutími og Uppsetn.tími er færðir inn þeir vinnslutímar þarf til að framkvæma aðgerð.

    Til athugunar
    Uppsetningartími er reiknaður fyrir hverja framleiðslupöntun en keyrslutími fyrir hverja framleidda vöru.

  6. Í reitnum Samþætt afkastageta er tilgreint hversu margar einingar valda forðans eru notaðar til að framkvæma aðgerð. Til dæmis helminga tveir einstaklingar úthlutaðir á eina pökkunaraðgerð keyrslutímann.

  7. Haldið er áfram að fylla út línur fyrir allar aðgerðir sem koma við sögu í framleiðslu viðkomandi vöru.

  8. Til að afrita línur úr leið sem þegar er til skal fara í flipann Aðgerðir , flokkinn Aðgerðir og velja Afrita leiðir til að velja línur sem til eru fyrir.

  9. Leiðin vottuð.

  10. Nú er hægt að hengja nýju leiðina við spjald viðkomandi framleiðsluvöru. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp vörur.

Til athugunar
Munið einnig að endurreikna staðlað kostnaðarverð vörunnar af spjaldinu Vara: á flipanum Færsluleit skal velja Framleiðsla úr flokknum Vara og stilla Reikna staðlað kostn.verð á Öll stig.

Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, og eru í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.

Ábending

Sjá einnig