Nýjar útgáfur af framl.uppskriftum eru t.d. notaðar þegar vöru er skipt út með annarri vöru, eða þegar viðskiptamaður krefst sérstakrar útgáfu af vörunni.
Gerð nýrra útgáfa af framleiðsluuppskriftum
Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðsluuppskrift og velja síðan viðkomandi tengil.
Framleiðsluuppskriftin sem á að afrita er valin.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Framl.uppskr., skal velja Útgáfur.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Fylla inn í reitina í nýju framleiðsluuppskriftarútgáfunni fyrir uppskriftina sem var valin. Færa inn gildi í reitinn Útgáfukóti.
Nýja útgáfan sem búin var til fær sjálfkrafa stöðuna Ný.
Gildistími útgáfunnar er tilgreindur í reitnum Upphafsdagsetning.
Til athugunar |
---|
Veljið valkostinn Vara í reitnum Tegund til að nota vöru úr aðalvörugögnum í framleiðsluuppskriftinni. Ef vörunni fylgir einnig framleiðsluuppskrift þar sem reiturinn Nr. framleiðsluuppskriftar er fylltur út á birgðaspjaldinu er einnig tekið tillit til hennar. Velja skal valkostinn Framl.uppskr. ef nota á annan skuggaframleiðsluuppskrift í línunni. Skuggauppskriftir eru notaðar til að skipuleggja vörur./ Þessi fram.uppskriftartegund leiðir aldrei af sér fullunna vöru, en er notuð sérstaklega til að ákvarða háða eftirspurn. Skuggauppskriftir hafa ekki eigin aðalgögn. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |