Hægt að búa til leiðartengla til að tengja íhluti við ákveðnar aðgerðir til að viðhalda sambandi þeirra jafnvel þótt framleiðsluuppskrift eða leið sé breytt. Þeir auðvelda einnig bráða birgðaskráningu íhluta þegar ákveðin tengd aðgerð hefst, ekki þegar öll framleiðslupöntunin er gefin út. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að birgðaskrá íhluti samkvæmt frálagi aðgerða.

Annar mikilvægur kostur er sá að tenging íhluta og aðgerða er birt í rökrænni uppbyggingu framvindu þegar framleiðslubókin er notuð í bókanir frálags og notkunar.

Til að búa til nýjan leiðartengil þarf að byrja í leiðinni og tengja tenglana í framleiðsluuppskriftinni.

Leiðartengill búinn til:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Leiðir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Opna skal leiðina með aðgerðunum sem á að tengja.

    Tryggja þarf að staða leiðar sé Í þróun.

  3. Á viðkomandi leiðarlínu í reitnum Leiðartengilskóti skal velja kóta. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við. Nánari upplýsingar um hvernig stofna á leiðartengilskóta eru í Hvernig á að setja upp leiðartengikóta.

  4. Því næst er bætt við öðruvísi leiðartengilskótum á aðrar aðgerðir í leiðinni, ef það á við.

    Til athugunar
    Ekki skal nota sama leiðartengilskótann í mismunandi aðgerðir í leið þar sem hætta er á að tengja íhlut fyrir mistök við tvær mismunandi aðgerðir og þar með nota hann tvisvar.

    Góð regla er að nefna leiðartengilskótann eftir aðgerðinni til að tryggja sértæka leiðartengla í aðgerðir.

  5. Staða leiðar er stillt á Vottað.

    Leiðartenglakótar eru nú tengdir við aðgerðir. Næst skal stofna sjálfan tengilinn með því að úthluta sömu kótum á tiltekna íhluti í viðeigandi framleiðsluuppskrift.

  6. Opna skal Shortcut iconframleiðsluuppskriftina sem inniheldur íhlutina sem á að tengja við ofantaldar aðgerðir.

  7. Tryggja þarf að uppskriftin sé stillt á Í þróun.

  8. Á viðkomandi framleiðsluuppskriftarlínu í reitnum Leiðartengilskóti skal velja kótann sem úthlutað hefur verið á viðeigandi aðgerð.

  9. Því næst er leiðartengilskótum bætt við aðra íhluti eftir því í hvaða aðgerðum þeir kótar eru notaðir.

  10. Staða framleiðsluuppskriftar er stillt á Vottað.

    Til athugunar
    Til að virkja leiðartengla í framleiðslupöntun sem þegar er til þarf fyrst að endurnýja hana. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að endurnýja Framleiðslupantanir.

Valdir íhlutir verða nú tengdir við valdar aðgerðir þegar framleiðslupöntun er búin til eða endurnýjuð með umræddri framleiðsluuppskrift og leið. Hægt er að skoða þetta í glugganum Íhlutir framleiðslupöntunar undir framleiðslupöntuninni og í honum er einnig hægt að fjarlægja og bæta við tilgreindum leiðartengilskótum hvenær sem er.

Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið, sem heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, er í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.

Ábending

Sjá einnig