Opnið gluggann Sölureikningur.

Tilgreinir allar viðeigandi upplýsingar þegar sölureikningur er stofnaður.

Á flýtiflipana fjóra eru færðar inn allar viðeigandi upplýsingar um þann viðskiptamann sem selt er til og þann sem er reikningsfært á, eins og nafn, aðsetur, númer og dagsetningu fylgiskjals ásamt upplýsingum um afhendingu og gjaldmiðil. Upplýsingarnar um viðskiptamanninn eru afritaðar af viðskiptamannaspjaldinu þegar viðskiptamannsnúmerið er fært inn á sölureikninginn. Upplýsingar um vörurnar sem á að reikningsfæra eru færðar inn á línurnar.

Þegar lokið er við að fylla út sölureikninginn er hægt að bóka hann.

Almenn útgáfa Microsoft Dynamics NAV styður sendingu rafrænna reikninga og kreditreikninga og móttöku rafrænna reikninga á PEPPOL-sniði, sem er stutt af stærstu VAN-kerfum (value-added networks). Til að veita stuðning á öðrum rafrænu formi er notað Data Exchange Framework. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Senda rafræn skjöl.

Ábending

Sjá einnig