Hægt er að gefa út reikning á mismunandi hlutum söluferlisins. Þessi verkhluti útskýrir hvernig reikningur er gefinn út um leið og vörur eru seldar og afhentar.
Sölureikningar búnir til:
Í reitnum Leit skal færa inn Sölureikningur og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt veljið Nýtt. Nýr sölureikningur er búinn til.
Fyllt er í reitinn Nr..
Í reitnum Selt-til viðskm.nr. er fært inn númer viðskiptamanns.
Fylla skal út reitinn Bókunardagsetning. Þessi dagsetning mun birtast á bókuðum færslum.
Fylla skal út reitinn Dagsetning fylgiskjals. Gjalddaginn er reiknaður frá þessari dagsetningu og þetta er einnig dagsetningin sem birtist á prentaða reikningnum.
Á fyrstu reikningslínunni í reitnum Tegund er valið Vara.
Í reitinn Nr. er fært númer vörunnar sem á að selja.
Í reitinn Magn er fært magn vara sem á að selja.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |