Hægt er að færa kostnaðarauka, eins og flutningsgjöld, afgreiðslugjöld og tryggingargjöld, inn á söluskjöl með tvennum hætti:
-
Á upprunalega söluskjalið með vörunni sem kostnaðaraukinn tengist.
-
Á sérstakan reikning þar sem kostnaðaraukinn er tengdur við bókaðar afhendingar eða vöruskilamóttökur með vörunni sem kostnaðaraukinn tengist.
Áður en kostnaðarauki er færður inn þarf fyrst að setja upp númer í gluggann Kostnaðaraukar.
Hér á eftir er því lýst hvernig kostnaðarauki er færður inn á sérstakan reikning en hægt er að fylgja sama ferli eigi að færa kostnaðarauka inn á fyrirliggjandi söluskjal.
Kostnaðarauki færður inn á söluskjöl
Í reitnum Leit skal færa inn Sölureikningur og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Fylla inn í hausinn með viðeigandi upplýsingum um fyrirtækið sem á að gjaldfæra vöruna á.
Á flýtiflipanum Línur í reitnum Tegund er valin Gjald (vara).
Í reitinn Nr. er valið vörugjaldsnúmer.
Í reitnum Magn er ritaður einingafjöldi af þessum kostnaðarauka.
Í reitinn Ein.verð er fært inn verð á einni einingu af þessum kostnaðarauka.
Nú er hægt að úthluta kostnaðaraukanum.
Til athugunar |
---|
Til að færa inn fastagjöld skal færa inn magnið 1 og færa inn einingarverð upphæðarinnar sem á að gjaldfæra. Einnig er hægt að færa inn reiknireglu. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |