Þegar reikningsafslættir eru notaðir fer afslátturinn sem er veittur eftir því hve reikningsupphæðin er há.
Í glugganum Reikningsafsláttur viðskm er einnig hægt að leggja þjónustugjald á reikninga sem eru yfir tiltekinni upphæð.
Áður en hægt er að veita reikningsafslátt af sölu þarf að færa tilteknar upplýsingar í kerfið. Ákveða þarf:
-
hvaða viðskiptamönnum eigi að veita þessa tegund afsláttar.
-
hvaða afsláttarprósentu eigi að nota.
Reikningsafsláttur reiknaður sjálfkrafa
Eigi að láta kerfið reikna reikningsafslátt sjálfkrafa er hægt að velja það í glugganum Sölugrunnur.
Uppsetning reikningsafsláttarskilmála
Við hvern viðskiptamann er hægt að tilgreina hvort veita eigi reikningsafslátt ef skilyrðum er fullnægt (það er, ef reikningurinn nær ákveðinni upphæð). Skilmála um reikningsafslátt innlendra viðskiptamanna má tilgreina í SGM og í erlendum gjaldmiðli hjá erlendum viðskiptamönnum.
Afsláttarprósentur eru tengdar við ákveðnar reikningsupphæðir í glugganum Reikningsafsláttur viðskiptamanns. Hægt er að setja ótakmarkaðan fjölda prósenta í hvern glugga. Hægt er að færa inn hvaða prósentutölu sem er inn í hvern glugga. Hver viðskiptamaður getur haft sinn eigin glugga, eða þá að hægt er að tengja nokkra viðskiptamenn saman í glugga.
Til viðbótar við (eða í staðinn fyrir) afsláttarprósentu er hægt að tengja ákveðið þjónustugjald við ákveðna reikningsupphæð.
Ábending |
---|
Áður en hafist er handa við að setja upplýsingarnar inn í forritið er gott að útbúa uppkast af því afsláttarformi sem á að nota. Þannig er auðveldara að átta sig á því hvaða viðskiptamenn er hægt að tengja við sama reikningsafsláttarglugga. Eftir því sem setja þarf upp færri glugga, þeim mun fljótlegra er að færa inn grunnupplýsingarnar. |