Hægt er að henda reiður á allri sölu frá stofnun sölutilboðs þar til lokapöntun er afhent. Uppsetning reikninga og sjálfvirk uppfærsla birgða getur farið fram í tengslum við sölu.

Allar töflur eru samtengdar og upplýsingar í reitum afritast eftir einum stað yfir á annan í forritinu, þannig að ekki þarf að færa þær inn nema einu sinni. Upplýsingum má auk þess breyta í hverjum haus ef þess gerist þörf.

Söluhaus er grunnur þeirra viðskipta sem taka til sölu og skráningar hennar. Það gildir einu hvort skráð er tilboð, pöntun, standandi pöntun, reikningur eða kreditreikningur, alltaf er notaður sami söluhaus og stuðst við sömu upplýsingarnar þó að þær birtist í mismunandi gluggum.

Öll fylgiskjöl á valmyndinni Sala eru samsett af söluhaus og nokkrum sölulínum.

Í söluhaus eru helstu upplýsingar sem máli skipta um þá viðskiptamenn sem selt er til og þá sem reikningsfæra skal á, svo sem nafn, aðsetur, númer fylgiskjals og dagsetning. Þar eru fjórir flýtiflipar: Almennt, Reikningsfæra, Afhenda og Erlent. Á flýtiflipunum eru upplýsingar um viðskiptamann sem selt er til, viðskiptamann sem skal reikningsfæra á, svo og um afhendingar og gjaldmiðil. Megnið af þessum upplýsingum sækir forritið sjálfkrafa í töfluna Viðskiptamaður.

Í sölulínum eru upplýsingar (á borð við vörunúmer, magn og verð) um birgðir notanda. Upphæðir í sölulínum eru í frumgjaldmiðli nema ráða megi af heiti reitsins að upphæðin sé í SGM. Frumgjaldmiðill er gjaldmiðillinn sem gjaldmiðilskótinn í söluhausnum segir til um.

Til þess að stofna söluskjal þarf að fylla út söluhausinn og setja síðan upp línurnar. Allar upplýsingar sem máli skipta eru afritaðar af hausnum yfir í sölulínurnar.

Þegar söluhaus er fylltur út ásamt tilheyrandi línum á sölutilboði eða standandi pöntun má stofna pöntun með því að smella á Aðgerðir, Búa til pöntun.

Þegar söluhaus er fylltur út ásamt tilheyrandi línum á pöntun, reikningi eða kreditreikningi þarf að bóka pöntunina til að búa til afhendingu, reikning eða kreditreikning.

Mikilvægt
Hafi söluhaus verið eytt vantar það númer sem eytt var í númeraröðina. Þá geta komið upp vandamál þegar reikningarnir eru endurskoðaðir.

Sjá einnig