Hægt er að bæta rað- og lotunúmer við hvaða útleiðarskjali sem er og bókaðar færslur þess er síðan hægt að skoða í viðkomandi birgðafærslum. Tvær leiðir eru færar til að bæta við rað- og lotunúmerum fyrir færslur á útleið:
-
Valið úr tiltækum rað- og lotunúmerum Þetta á við þegar vörurakningarnúmerum hefur þegar verið úthlutað við færslu á innleið. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að velja úr tiltækum rað- og lotunúmerum.
-
Nýjum rað- eða lotunúmerum úthlutað við færslur á útleið. Þetta á við þegar vörurakningarkóðum er ekki úthlutað á vörur fyrr en þær eru seldar og tilbúnar til afhendingar.
Mismunandi reglur um vörurakningarnúmer eru settar upp í Vörurakningarkótaspjald glugganum.
Til athugunar |
---|
Til að úthluta vörurakningarnúmerum í vöruhúsaaðgerðum þarf að velja gátreitina RN - Vöruhúsrakning og Lotunr. - Vöruhúsrakning á vörurakningarkóðaspjaldi vörunnar. |
Úthlutun rað- eða lotunúmera vegna færslna á leið út.
Valið er viðkomandi fylgiskjal og á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, Pöntun og loks Vörurakningarlínur.
Hægt er að úthluta vörurakningarnúmerum með eftirtöldum aðferðum:
-
Sjálfvirkt, úr forskilgreindum númeraröðum: Á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, skal velja Úthluta raðnúmeri eða Úthluta lotunúmeri.
-
Sjálfvirkt, á grundvelli færibreyta sem notandi skilgreinir sérstaklega fyrir útleiðarvöruna: Á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, Stofna sérsniðið RN.
-
Handvirkt með því að færa inn rað- og lotunúmer án þess að nota númeraraðir.
-
Sjálfvirkt, úr forskilgreindum númeraröðum: Á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, skal velja Úthluta raðnúmeri eða Úthluta lotunúmeri.
Í þessu ferli skal úthluta raðnúmeri sjálfkrafa með því að velja Úthluta raðnúmeri.
Reiturinn Magn sem stofna á inniheldur sjálfgefið línumagn en því má breyta.
Gátmerki er sett í reitinn Stofna nýtt lotunr. svo að nýju raðnúmerin flokkist í sérstaka lotu.
Veldu hnappinn Í lagi og stofnar kerfið þá lotunúmer og ný einstök raðnúmer samkvæmt magninu til afgreiðslu í viðkomandi fylgiskjalslínum.
Magnreitirnir í hausnum sýna magn og samtölur vörurakningarnúmeranna sem eru skilgreind í glugganum. Magnið verður að samsvara því sem er í fylgiskjalslínunni, og er sýnt með 0 undir Óskilgreint.
Þegar fylgiskjalið er bókað eru vörurakningarfærslurnar fluttar í tengdar birgðafærslur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |