Þegar söluskjal er fyllt út ætti verðið í reitnum Ein.verð að endurspegla lægsta mögulega verðið með mesta mögulega afslættinum á þeim degi. Eigi hinsvegar að athuga hvort til er annar sölulínuafsláttur skal athuga hvort reiturinn Sölulínuafsl. er til sé valinn. Ef svo er má fletta upp sölulínunni.
Eftirfarandi ferli er fyrir sölupöntun en hægt er að fylgja þessum skrefum fyrir önnur söluskjöl einnig.
Til að fletta upp sölulínuafsláttum
Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi. Stofna skal nýja sölupöntun.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, velja Aðgerðir og velja svo Sækja línuafslátt.
Annar línuafsláttur birtist í glugganum Sækja sölulínuafsl.
Annar línuafsláttur er valinn með því að velja línuna og smella á Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |