Þegar vörur eru seldar er venjulega sendur reikningur til einstaklingsins eða fyrirtækisins sem pantaði vörurnar. Stundum er þó þörf á að senda öðrum viðskiptamanni reikninginn.

Þegar talað er um sölu er munur á viðskiptamanni sem selt er til og viðskiptamanni sem reikningsfært er á. Til dæmis gæti deild innan opinberrar stofnunar pantað vöru sem síðan er reikningsfærð á aðalbókhaldsstofu sem greiðir reikninginn.

Microsoft Dynamics NAV styður þrjár tegundir af aðsetrum viðskiptamanna sem hægt er að nota, háð mismunandi tegundum viðskiptamanna sem reikningsfært er á.

Selt-til aðsetur

Afhendingaraðsetur er aðsetur þess viðskiptamanns sem fær sendar vörurnar á reikningnum.

Ef ekki hefur verið sett upp annað reikningsaðsetur eru reitirnir á flýtiflipanum Reikningsfærsla á söluhaus sjálfgefið útfylltir með aðsetri viðskiptamannsins sem færður var inn í reitinn Selt-til Viðskiptam.nr.

Reikningsfærsluaðsetur

Reikningsfærsluaðsetur er aðsetur þess viðskiptamanns sem fær sendan reikninginn.

Ef þörf er á að reikningsfæra á annað aðsetur viðskiptamanns þá er hægt að setja upp varanlegan reikningsfærsluviðskiptamann eða færa inn reikningsfærsluviðskiptamann á einstök söluskjöl.

Hægt er að færa inn viðskiptamannanúmer í reitinn Reikn.færist á Viðskiptam. á sérhverju viðskiptamannaspjaldi, svo framarlega sem einnig hefur verið sett upp spjald fyrir reikningsfærsluviðskiptamann.

Í hvert sinn sem fyllt er út sölutilboð, pöntun, reikningur eða kreditreikningur þar á eftir eru þetta númer og tengt heiti og aðsetur afrituð í viðeigandi reiti í söluhausnum.

Ábending
Ef ekki er vitað fyrirfram að ákveðið reikningsfærsluaðsetur verði notað fyrir alla reikninga sem sendir eru viðskiptamanni skal ekki færa í reitinn Reikn.færist á Viðskiptam. nr. á viðskiptamannaspjaldinu. Þess í stað skal færa inn þetta númer inn eftir að söluhaus er settur upp.

Sendist-til aðsetur

Ef viðskiptamaður vill að vörur séu sendar á mismunandi aðsetur þá er valið milli mismunandi sendist-til aðsetra þegar reikningurinn er gerður.

Til að stofna sendist-til aðsetur fyrir viðskiptavin skal velja Sendist-til-Aðsetur á viðskiptamannaspjaldinu og smella síðan á Nýtt til að opna gluggann Sendist-til - Aðsetur. Færa inn aðsetur og aðrar sendingarupplýsingar fyrir aðsetrið, kóti birgðageymslu og. afhendingarmáta.

Hægt er að tengja óendanlegan fjölda afhendingaraðsetra við viðskiptamann. Hvert aðsetur er auðkennt með einstökum kóta og þegar hann er notaður á söluhaus (tilboðs- eða pöntunarhaus) verða viðeigandi aðsetursupplýsingar prentaðar á afhendinguna.

Sjá einnig