Þegar færsla, svo sem innkaupaskjal eða viðskiptamannaspjald sem stofnað hefur verið þarfnast samþykktar aðila innan fyrirtækisins er send samþykktarbeiðni sem hluti af verkflæði. Beiðnin um samþykki færslu verður send til viðeigandi samþykkjanda á grundvelli þess hvernig verkflæðið hefur verið sett upp. Frekari upplýsingar eru í Setja upp verkflæði.
Samþykkt færsla verður að vera sett upp sem verkflæði, eitt verkflæði fyrir hverja áætlun, t.d. samþykktarverkflæði fyrir innkaupareikning. Almenn útgáfu Microsoft Dynamics NAV felur í sér verkflæði sniðmát til samþykktar fyrir allar tegundir sölu- og innkaupaskjölum og aðrar færslur, t.d. viðskiptamannaspjald. Sjá nánari upplýsingar í lista yfir verkflæðissniðmát í glugganum Verkflæðissniðmát.
Til að biðja um samþykki færslu
Í glugganum sem táknar færsluna á flipanum Aðgerðir í hópnum Samþykktarbeiðni skal velja Senda samþykktarbeiðni.
Til athugunar Ef færslan er færslubókarlína er annaðhvort hægt að velja Valdar færslubókarlínur eða Færslubókarkeyrsla úr fellilistanum. Ef valið er Færslubókarkeyrsla eru allar færslubókarlínur sendar til samþykktar, einnig þær sem eru hugsanlega ekki sjáanlegar vegna notkunar sía. Staða samþykktarfærslunnar er uppfærð úr Stofnað í Opið. Staða færslunnar er uppfærð úr Opin í Bíður samþykkis og er áfram lokuð fyrir breytngar þar til allir samþykkjendur hafa samþykkt færsluna.
Til að sjá allar samþykktarbeiðnir, í reitnum Leit skal færa inn Samþykktarbeiðnifærslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Þegar samþykkjandi hefur samþykkt færslu breytist staðan í Losuð Þá er hægt að halda áfram verkefni með færsluna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |