Hægt er að leiðrétta rangar færslur sem hafa verið bókaðar með því að gefa út kreditreikning.

Sölureikningar leiðréttir með kreditreikningum:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Kreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Nýr kreditreikningur stofnaður.

  3. Fylla út í línurnar með bókuðum sölufærslum sem á að leiðrétta.

    Hægt er að fylla sjálfkrafa í línurnar með eftirfarandi aðgerðum:

    • nota keyrsluna Afrita fylgiskjal til að afrita fyrirliggjandi fylgiskjal í kreditreikning. Það er annað hvort bókað fylgiskjal eða fylgiskjal sem hefur ekki enn verið bókað.
      Þessi aðgerð bakfærir einungis kostnað nákvæmlega þegar nákvæmrar bakfærslu kostnaðar er krafist í glugganum Sölugrunnur. Sjá Hvernig á að úthluta nákvæmri bakfærslu kostnaðar í sölu fyrir frekari upplýsingar.
    • nota aðgerðina Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra til að afrita eina eða fleiri bókaðar fylgiskjalalínur úr einu eða fleiri bókuðum fylgiskjölum í nýtt fylgiskjal kreditreikningsins.
      Þessi aðgerð bakfærir alltaf nákvæmlega kostnaðinn frá bókuðu fylgiskjalalínunni, óháð því hvort krafist sé nákvæmrar bakfærslu kostnaðar í glugganum Sölugrunnur.

    Þegar önnur hvor þessara aðgerða er notuð er búinn til tengill við upphaflegar skrár í birgðahöfuðbók í reitnum Jafna frá birgðafærslu til að tryggja að kostnaðurinn sé afritaður úr upphaflega bókaða skjalinu. Ef línan er með vörurakninguer fyllt út í reitinn Jafna frá birgðafærslu í vörurakningarlínunni eða -línunum í staða fylgiskjalslínunnar.

  4. Kreditreikningurinn er bókaður.

Ábending

Sjá einnig