Áður en hægt er að stofna verkflæði sem fela í sér samþykktarskref verður að setja upp verkflæðisnotendur sem taka þátt í samþykktarferli. Í glugganum Notandauppsetning samþykktar er einnig hægt að stilla takmörk upphæðar fyrir tilteknar gerðir beiðna og skilgreina staðgengilssamþykkjendur sem samþykktarbeiðnir eru sendar til þegar upphaflegur samþykkjandi er fjarverandi.
Til athugunar |
---|
Samþykktarnotendur, bæði umsækjendur beiðna og samþykkjendur þeirra, verður fyrst að setja upp sem verkflæðisnotendur í glugganum Notendaflokkur verkflæðis. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Setja upp notendur verkflæðis. |
Þegar notendur samþykkis hafa verið settir upp er hægt að nota uppsetninguna til að stofna verkflæðisviðbrögð fyrir samþykktarverkflæði. Frekari upplýsingar eru að finna í 9 skrefi í Hvernig á að: Búa til verkflæði.
Til athugunar |
---|
Til að skilgreina að samþykktarbeiðni sé ekki samþykkt fyrr en margar samþykkjendur í samþykktarkeðju hafa samþykkt skal setja upp samþykkjendur í stigveldi. Hvað varðar samþykkjendur af gerðinni Samþykkjandi skal setja þá upp í glugganum Notandauppsetning samþykktar. Hvað varðar samþykkjendur af gerðinni Notendaflokkur verkflæðis skal setja þá upp í glugganum Notendaflokkar verkflæðis og skilgreina stigveldið með því að úthluta stighækkandi númerum á hvern samþykkjanda í reitnum Nr. raðar. Nánari upplýsingar er að finna í þessari grein og á Hvernig á að: Setja upp notendur verkflæðis. Til að skilgreina að samþykktarbeiðni sé ekki samþykkt fyrr en margar jafn samþykkjendur hafa samþykkt, án tillits til stigveldi, skal setja upp flatan notendahóp verkflæðis. Hvað varðar samþykkjendur af gerðinni Notendaflokkur verkflæðis skal setja þá upp í glugganum Notendaflokkar verkflæðis og úthluta sama númeri á hvern samþykkjanda í reitnum Nr. raðar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Setja upp notendur verkflæðis. |
Uppsetning samþykkts notanda
Í reitinum Leita skal færa inn Notandauppsetning samþykktar og velja síðan viðkomandi tengil.
Búið til nýja línu í glugganum Notandauppsetning samþykktar og fyllið reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Kenni notanda
Velja skal notandakenni notanda sem tekur þátt í samþykktarferlinu.
Kóti sölumanns/innk.aðila
Tilgreinið sölumann eða kaupandakóða sem gildir um notandann í reitnum Kóti sölumanns/innk.aðila.
Vanalega er reiturinn Kóti sölumanns/innk.aðila fylltur út ef sölumaður eða kaupandi sem er ábyrgur fyrir viðskiptamanninum eða lánardrottni er einnig aðilinn sem þarf að samþykkja sölu- eða innkaupabeiðnina.
Kenni samþykkjanda
Veljið notandakenni notanda sem verður að samþykkja beiðnir af hálfu notandans í reitnum Kenni notanda.
Söluupphæðarheimild
Tilgreinið hámarkssöluupphæð í SGM sem notandi í reitnum Kenni notanda getur samþykkt.
Ótakmörkuð söluheimild
Tilgreinið að notandinn í reitnum Kenni notanda geti samþykkt allar sölubeiðnir, óháð því hver upphæð þeirra er.
Ef þessi gátreitur er valinn er ekki hægt að fylla út reitinn Söluupphæðarheimild.
Innkaupaupphæðarheimild
Tilgreinið hámarksinnkaupaupphæð í SGM sem notandi í reitnum Kenni notanda getur samþykkt.
Ótakmörkuð innkaupaheimild
Tilgreinið að notandinn í reitnum Kenni notanda geti samþykkt allar innkaupabeiðnir, óháð því hver upphæð þeirra er.
Ef þessi gátreitur er valinn er ekki hægt að fylla út reitinn Söluupphæðarheimild.
Mörk upphæðar beiðni
Tilgreinið hámarksupphæð í SGM sem notandi í reitnum Kenni notanda getur samþykkt fyrir innkaupatilboð.
Til að nota þennan reit þarf að velja valkostinn Keðja samþykkjenda í reitnum Afmörkunargerð samþykkjanda í glugganum Verkflæðissvör.
Ótakmörkuð beiðniheimild
Tilgreinið að notandinn í reitnum Kenni notanda geti samþykkt öll innkaupatilboð, óháð því hver upphæð þeirra er.
Ef þessi gátreitur er valinn er ekki hægt að fylla út reitinn Mörk upphæðar beiðni.
Staðgengill
Veljið notandakenni notanda sem verður að samþykkja beiðnir af hálfu notandans í reitnum Kenni notanda ef notandinn í Kenni samþykkjanda er ekki tiltækur.
Til athugunar Staðgengillinn getur annaðhvort verið notandinn í reitnum Staðgengill, beini samþykkjandinn eða samþykktarstjórnandi, í þessari forgangsröð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Úthluta beiðnum um samþykki. Tölvupóstur
Tilgreinið netfang notanda í reitnum Kenni notanda.
Samþykktastjórnandi
Tilgreina notandann sem hefur rétt til að opna fyrir samþykktarverkflæði, t.d. með því að úthluta samþykktarbeiðnum á nýja samþykkjendur og eyða samþykktarbeiðnum sem hafa fallið á tíma.
Til að prófa upsetningu notanda fyrir samþykki, á Aðgerðir flipanum í hópnum Almennt skal velja Prófun notandauppsetningar samþykktar. Frekari upplýsingar eru í Prófun notandauppsetningar samþykktar.
Endurtaka skal þrep 2 til 3 fyrir hvern notanda sem á að stofna sem notanda samþykkis.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |