Tilgreinir tegund takmörkunarinnar sem á við samþykktarsniðmátið:

Samþykktarmörk: Ef sniðmátið á við söluskjalið notar kerfið takmörkun söluupphæðarinnar. Ef sniðmátið á við innkaupaskjalið notar kerfið takmörkun innkaupaupphæðarinnar.

Hámarksskuld: Þessi takmörkun á eingöngu við söluskjöl. Ef söluskjal sem setur viðskiptamann yfir hámarksskuldina hans er stofnað og skjalið er sent til samþykktar stofnar kerfið samþykktarfærslu fyrir alla samþykkjendur hámarksskuldar, sem og aðra samþykkjendur sem samþykkja samkvæmt upphæðinni í söluskjalinu. Samþykkt hámarksskuldarinnar á sér stað fyrir samþykkt upphæðarinnar.

Beiðnimörk: Þessi takmörkun á eingöngu við innkaupatilboð. Þegar takmörkun innkaupabeiðni er notuð ásamt reitnum Mörk upphæðar beiðni í glugganum Notandauppsetning samþykktar er hægt að setja upp ferli innkaupabeiðna til innri nota í fyrirtækinu. Þegar innkaupatilboð er sent til samþykktar eru samþykktarfærslur fyrir samþykkjendur stofnaðar.

Engin takmörkun: Samþykktarferlið notar ekki takmarkanir og kerfið úthlutar eingöngu einum samþykkjanda í samræmi við uppsetningu í töflunni Notandaupplýsingar.

Ábending

Sjá einnig